Vaki í 30 ár

Postur Vaki30Á þessu ári eru 30 ár liðin frá stofnun Vaka og mun þeim tímamótum vera fagnað nokkrum sinnum yfir árið. Þann 3. júní sl. komu saman margir viðskiptavinir,   starfsmenn, samstarfsaðilar, umboðsmenn og aðrir velunnara Vaka til að fagna þessum tímamótum.

Fagráðstefna var haldin í Hörpu, þar sem hátt í 100 manns mættu og hlustuðu á 7 fyrirlesara, frá 5 löndum flytja erindi um stöðu og framtíð fiskeldisins í heiminum.

Um kvöldið var svo haldið afmælishóf í Hvalasafninu út á Granda. Tæplega 200 manns mættu til veislu og var mikil ánægja og gleði fram eftir kvöldi.  Kokkar matreiddu dýrindis alþjóðlegar veitingar frá helstu mörkuðum Vaka.  Hermann Kristjánsson stofnandi Vaka flutti ræðu og fór m.a. stuttlega yfir sögu fyrirtækisins.  Lifandi tónlist og skemmtiatriði voru um kvöldið við góðar undirtektir gesta.   Frá þessu er sagt og mörgu fleira í nýjasta tölublaði Fiskeldisfrétta.