Samfélagsverkefni gegn spillingu

Flokkast íslenska leiðin undir spillingu?

Stjórnarformenn Arnarlax og Fiskeldis Austfjarða komu að undirbúningi og gerð laga um fiskeldi.   Málið snýst ekki um að nýta sér tækifærin, heldur að vera leiðandi við hönnun á leikreglum, skjalfest í lögum, sjálfum sér og sínum fyrirtækjum til fjárhagslegs ávinnings á kostnað annarra.  Það sem átti að vera stefnumótun stjórnvalda varð að stefnumótun sérhagsmuna laxeldisfyrirtækja í meirihlutaeigu erlendra aðila.  Af fræðimönnum kallast þessi aðferðafræði að ,,fanga ríkisvaldið” (e. state capture).

Valdimar Ingi Gunnarsson, sjávarútvegsfræðingur hjá Sjávarútvegsþjónustunni ehf. hefur ýmislegt reynt til að vekja athygli á þessu máli:

  • Stefnumótun: Send gögn með athugasemdum til löggjafans, alþingismanna á Alþingi Íslendinga.
  • Opinber rannsókn: Óskað eftir opinberri rannsókn með að senda beiðni til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, umboðsmanns alþingis og nú síðast til forsetisráðherra.
  • Fjölmiðlar: Sent fréttatilkynningar á fjölmiðla til að fá þá til að fjalla um málið og viðhafa faglega og góða rannsóknablaðamennsku.
  • Upplýsa: Skrifað greinar í blöð til að kynna málið, samfélagsmiðlar hafa verið notaðir og jafnframt sendir tölvupóstar á ákveðna markhópa til að upplýsa.
  • Rannsókn: Þar sem ekki tókst að fá framkvæmda opinbera rannsókna hóf Sjávarútvegsþjónustan ehf. slíka rannsókn undir merkinu Samfélagsverkefni gegn spillingu í byrjun ársins 2022.

Stefnumótun

Þann 29. mars 2019 var send umsögn vegna frumvarps til laga um breytingar á ýmsum lagaákvæðum sem tengjast fiskeldi. Þingskjal 1060 – 647. mál á 149. löggjafarþingi 2018- 2019. Gerðar voru alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð starfshóps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stefnumótun í fiskeldi frá 2017 sem fiskeldisfrumvarpið byggir að stórum hluta á. Jafnframt voru gerðar athugasemdir við svokallað „Áhættumat erfðablöndunar“, sem starfshópurinn byggði niðurstöður sínar að hluta til á. Umsögnin Fljótandi að feigðarósi er að finna á vef Alþingis.

Á árinu 2023 gaf Matvælaráðuneytið út nýja stefnumótun fyrir lagareldi og hefur verið unnið að henni að mun meiri fagmennsku og heiðarleika en var í tilfelli stefnumótunar fyrir fiskeldi á árinu 2017. Sjávarútvegsráðstefnan hefur komið með athugsemdir og ábendingar við stefnumótun fyrir lagareldi.


Opinbera rannsókn

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd

Þann 20. maí 2019 var sendur tölvupóstur til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis og allir alþingismenn fengu afrit. Þar var óskað eftir að gerð væri opinbera rannsókn vegna alvarlegra annmarka á vinnubrögðum starfshóps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stefnumótun í fiskeldi. Með tölvupóstinum fylgdu ítarlegar greinagerðir:

Það var síðan í fjórgang, þ.e. 15. ágúst, 11. september, 24. september og 8. október 2019 send ítrekun til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar en einhverra hluta vegna hafa engin svör borist. Það var því ákveðið að fara aðra leið til að reyna ná framgangi í málið. Á tímabilinu október til desember 2019 var auglýst eftir viðbrögðum í Morgunblaðinu, einnig án árangurs. Aftur er farið af stað og óskað eftir opinberri rannsókn með að senda beiðin í tölvupósti þann 26.03.2021 til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.

Umboðsmaður alþingis

Þann 28. maí 2019 var send beiðni til Umboðsmann Alþingis og óskað eftir opinberri úttekt vegna þeirra alvarlegu annmarka á vinnubrögðum starfshóps um stefnumótun í fiskeldi. Þann 7. júní var beiðninni svarað en þó er virtist án þess að framgangur næðist í málinu. Þann 10. desember 2019 var send ítrekun til Umboðsmanns Alþingis. Þann 18. júní 2021 var aftur ítrekað við Umboðsmann alþingis og nú með kvörtun um að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis svarar ekki beiðnum mínum um opinbera rannsókn. Framvinda varð í málinu þannig að það hefur fengið númerið 11183/2021 í málaskrá embættisins. Í svari umboðsmanns kemur síðan fram að honum bresti lagaskilyrði til að taka á þessu máli.

Forsætisráðherra

Áfram hefur verið reynt að fá framgang í málið og þann 13.02.2023 var forsætisráðherra send beiðni um opinbera rannsókn. Hér hefur fyrirspurninni verið svarað með að svar engu fram að þessu.

Hunsun við þessari beiðni má e.t.v. sjá í samhengi þess að margir núverandi alþingismenn eru aðilar málsins. Það er því vart að vænta framgangs fyrr en með nýjum mönnum á þinginu eða ………. (Matvælaráðherra hefur að mörgu leiti unnið góða vinnu og jafnframt gefur skýrsla Ríkisendurskoðunar væntingar um framgang).


Fjölmiðlar

Þann 11. júní 2019 var sendur póstur til fjölmiðla og þar kom m.a. eftirfarandi fram: ,,Fjölmiðlar eru hvattir til að kynna sér málið vel og jafnframt að viðhafa faglega og góða rannsóknablaðamennsku við umfjöllun sína um þetta mál. Vonandi geta meðfylgjandi gögn nýst við þá vinnu”. DV birti hluta af fréttatilkynningunni en enginn fjölmiðill annar hefur lagt sig fram að nýta gögnin eða afla frekari upplýsinga”.

Örfáir fjölmiðlar hafa síðan haft samband og óskað eftir viðtali en þeim hefur verið bent á og vísað til ofannefnds fréttabréfs.   Það er ekki ætlunin að koma fram í fjölmiðlum sem andlit þessa máls út á við eða eltast við stjórnmálamenn til að reyna ná framgangi í málið. Það er einfaldlega of mikil vinna og í því sambandi er bent á að undirritaður hefur engan fjárhagslega ávinning af þessu máli aðra en almennt gerist með íslenska skattgreiðendur. Mitt hlutverk verður a.m.k. fyrst í stað að upplýsa.

Margt sem tengist sjókvíaeldi á laxi er erfitt fyrir ókunnuga að átt sig á. Það var upplýsingaóreiða og
var því ákveðið að gefa út leiðbeiningar fyrir fjölmiðla. Á árinu 2023 voru gefnar út átt leiðbeiningar.


Upplýsa

Greinar í fjölmiðla

Til að upplýsa hafa verið skrifaðar fjölmargar greinar í Morgunblaðið og Bændablaðið um vinnubrögðin við undirbúning og gerð laga um fiskeldi. Jafnframt hafa verð skrifaðar greinar um umhverfismál laxeldis í sjókvíum en þau hafa ekki fengið mikla athygli fyrr en eftir að nokkur tjóna hafa átt sér stað. Á árunum 2020-2023 voru skrifaðar um 40 greinar og eru þær allar að finna á sjavarutvegur.is

Samfélagsmiðlar

Á árinu 2020 var komið upp Facebook síðu verkefnisins sem notuð hefur verður til að kynna málið. Til að koma upplýsingum betur á framfæri var á tíma notaðar keyptar kynningar á samfélagsmiðlum.

Tölvupóstar

Um vorið 2021 var byrjað að senda tölvupóst/fréttbréf til ákveðinna markhópa til að kynna framgang í Samfélagsverkefni gegn spillingu. Hægt er að skoða og kynna sér innihald féttabréfa með að fara á næstu SÍÐU

Rannsókn

Þar sem ekki hafði tekist að fá framkvæmda opinbera rannsókna var ákvaðið að Sjávarútvegsþjónustan gerði hana. Stofnað var Samfélagsverkefni gegn spillingu í byrjun ársins 2022 sem felur í sér að rannsaka undirbúning, gerð laga um fiskeldi og vinnubrögðin eftir að lögin voru samþykkt.  Meira hér

Á hverju ári verður gefin út árskýrsla þar sem gefið verður yfirlit yfir það sem gert var á árinu og hvað sé framundan.

Niðurstöður rannsóknarinnar verða síðan birtar í rafrænni BÓK sem verður öllum aðgengileg. Eftirfarandi rannsóknaskýrslur hafa verið gefnar út:


Valdimar Ingi Gunnarsson, sjávarútvegsfræðingur

Tölvupóstfang: valdimar@sjavarutvegur.is

Nánari upplýsingar um höfund HÉR