Fréttabréf



Slysasleppingin í Patreksfirði

Dags.: 28.02.2024

Tölvupósturinn: Pdf skjal af póstinum

Efni: Hinn 20. ágúst 2023 var tilkynnt um gat á netpoka í sjókví hjá Arctic Sea Farm í Patreksfirði dótturfélaga Arctic Fish. Talið var að tæplega 3.500 eldislaxar hafi sloppið. Í lok ágúst var búið að veiða eldislax í ám á Vestfjörðum, Vesturlandi og Norðvesturlandi. Um miðjan september hafði verið tilkynnt um 100 eldislaxa í veiðiám, október um 300 og í desember voru þeir orðnir rúmlega 400 talsins. Engar ár með laxi eru í Patreksfirði og dreifðu eldislaxarnir sér því í laxveiðiár yfir stórt svæði.

Framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Arctic Fish gerði strax lítið úr slysasleppingunni sem vakti hörð viðbrögð andstæðinga sjókvíeldis. Þegar umfang og alvara málsins kom í ljós steig forstjóri félagsins fram og harmaði atburðinn og bauðst til að greiða kostnað við að fjarlægja eldislaxinn úr veiðiám. Málið vakti mikla athygli og umtal í íslenskum fjölmiðlum, það var mótmælt á Austurvelli, á Alþingi Íslendinga var lagt til að banna sjókvíaeldi á laxi og málið fékk töluverða umfjöllun erlendis.

Fylgiskjal:


Drög að frumvarpi um lagareldi

Dags.: 25.01.2024

Tölvupósturinn: Pdf skjal af póstinum

Efni: Meðfylgjandi er umsögn Sjávarútvegsþjónustunnar (fylgiskjal 1) við drög að frumvarpi um lagareldi. Aðrar umsagnir má finna á samráðsgáttinni. Það eru margir ósáttir við frumvarp um lagareldi og margar réttmætar athugasemdir og ábendingar.  Ef vanda á til verka er mjög hæpið að það náist að vinna frumvarp um lagareldi nægilega vel til að klára á þessu vorþingi.  Skynsamlegt er að hafa í huga hvernig til tókst með setningu laga um fiskeldi á árinu 2019 þar sem ákveðnar greinar hafa ekki verið innleiddar, s.s. er varðar reglugerð nr. 588/2020 um útboð eldissvæða.

Fylgiskjal:


Ársskýrsla Samfélagsverkefnis gegn spillingu 2023

Dags.: 02.01.2024

Tölvupósturinn: Pdf skjal af póstinum

Efni: Í fylgiskjali er Ársskýrskýrsla Samfélagsverkefnis gegn spillingu 2023. Skýrslan gefur gott heilstætt yfirlit yfir verkefni ársins 2023.
Það er margt jákvætt við nýlega stefnumótun og frumvarp um lagareldi. Vinnubrögðin mun faglegri og heiðarlegri en var þegar lög um fiskeldi voru unnin og samþykkt á Alþingi Íslendinga á árinu 2019. Þrátt fyrir það hefur undirritaður fjölmargar athugasemdir og ábendingar við frumvarp um lagareldi sem nú er til umsagnar. Vinnan á fyrrihluta ársins 2024 mun að miklu leiti snúast um gerð athugasemda og ábendinga er varða frumvarp um lagareldi. Mörg mistök voru gerð þegar lög um fiskeldi voru samþykkt á árinu 2019, sumt er leiðrétt í frumvarpi um lagareldi en á öðru á eftir að taka.

Fylgiskjal:


Tölvupóstar frá árunum 2021-2023