Tölvupóstar til að upplýsa


Áhættumat erfðablöndunar og fréttatilkynning Hafrannsóknastofnunar

Dags.: 15.03.2023

Þann 9. mars 2023 birtist fréttatilkynning á vef Hafrannsóknastofnunar undir heitinu Áhættumat erfðablöndunar útskýrt. Hér er verið að svara grein undirritaðs í Bændablaðinu og vitnað í andsvar í grein Ragnars Jóhannssonar rannsóknastjóra fiskeldis hjá Hafrannsóknastofnun í Bændablaðinu þann 9. mars 2023.  Ragnari Jóhannssyni er þakkað fyrir að svara grein minni ,,Áhættumat erfðablöndunar – hvað næst?“ og vekja þannig athygli á málinu. Greinin birtist í Bændablaðinu þann 9.febrúar og á vefnum bbl.is þann 17. febrúar 2023. Fréttatilkynningu Hafrannsóknastofnunar og grein Ragnars verður svarað lið fyrir lið í ítarlegri greinagerð í  sumar. Jafnframt verða birtar greinar í  fjölmiðlum um afmarkaða þætti málsins.

Fylgiskjöl


Leiðbeiningar fyrir fjölmiðla og takk fyrir að vekja athygli á málinu

Dags.: 20.02.2023

Það hefur verið upplýsingaóreiða í umfjöllun í fjölmiðlum um hlutfallið á milli framleiðslumagns og hámarkslífmassa í fiskeldi.  Fulltrúar laxeldisfyrirtækja telja að Ríkisendurskoðun ofmeti hlutfallið á milli framleiðslu og hámarkslífmassa. Margir kunna að spyrja sig af hverju er þessi umræða og af hverju er hún mikilvæg?  Svarið er í  raun einfalt, málið snýst um verðmæti eldisleyfa, verja það sem hefur áunnist og reyna fela þau mistök sem hafa átt sér stað.

Fylgiskjal:


Lög um fiskeldi – Þöggunin og verkefni fyrir fjölmiðla

Dags.: 15.02.2023

Nú er komið í hámæli þau ófaglegu vinnubrögð og spillingin sem hefur einkennt vinnuna við undirbúning og gerða laga um fiskeldi og eftir að lögin voru samþykkt.  Þar ber að þakka  matvælaráðherra og Ríkisendurskoðun.

Fylgiskjöl:


Lög um fiskeldi – Beiðni um opinbera rannsókn

Dags.: 13.02.2023

Ítrekarð er að gerð verði opinbera rannsókn vegna alvarlegra annmarka á vinnubrögðum starfshóps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stefnumótun í fiskeldi.  Gert grein fyrir Samfélagsverkefni gegn spillingu og fjölmiðlamönnum bætt inn á tölvupóstlistann. Kynnt eru tvær greinar o.fl.

Fylgiskjöl:


Skýrsla Ríkisendurskoðunar og beiðni sem ekki var svarað

Dags: 08.02.2023

Hér er skýrsla Ríkisendurskoðunar um stjórnsýslu fiskeldis kynnt og einnig bent á beiðni um opinbera rannsókn sem var send 20. maí 2019 til stjórnsýslu- og eftirlitsnefndar alþingis sem var svarað með því að svara engu.

Fylgiskjöl:


Fiskeldisfréttir og Ársskýrsla Samfélagsverkefnis gegn spillingu

Dags: 02.01.2023

Fyrsta ársskýrsla Samfélagsverkefnis gegn spillingu. Hér er um að ræða stutta myndræna samantekt sem gefur gott yfirlit yfir það sem hefur verið gert og jafnframt farið yfir verkefnin framundan á þessu ári.

Fylgiskjal 1. Fiskeldisfréttir nr. 1 2022


Stefnumótun í fiskeldi: Umræðan, tillögur og staðan

Dags: 19.11.2022

Hér er um að ræða úttekt á vinnu og tillögum starfshóps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stefnumótun í fiskeldi. Um er að ræða tímabilið desember 2016 til ágúst 2017 en til að geta metið stöðu einstakra málaflokka í tillögum stefnumótunarhópsins er horft lengra fram í tímann allt til þessa árs.

Fylgiskjal 1. Stefnumótun í fiskeldi: Umræðan, tillögur og staðan.


Landsamband fiskeldisstöðva og fleira

Dags.: 12.10.2022

Laxeldisfyrirtæki í meirihlutaeigu erlendra aðila náðu fljótt meirihluta í Landsambandi fiskeldisstöðva (LF) og réðu í raun þar öllu. LF varð að vettvangi og farvegur fyrir erlendra fjárfesta að koma sínum málum í gegn stefnumótun stjórnvalda í fiskeldi með aðstoða íslenskra frumkvöðla.  Það sem átti að vera stefnumótun stjórnvalda varð að stórum hluta stefnumótun fyrir erlendra fjárfesta til mikils fjárhagslegs ávinnings. Jafnframt er fjallað um Strandbúnaðarmálið og birtingaráætlun á nsætu skýrslum.

Fylgiskjöl


Skýrsla um Arctic Fish og fleira

Dags.: 06.09.2022

Í fylgiskjali 1 er að finna skýrsluna  Arctic Fish – Leiðin til fjárhagslegs ávinnings.  Vakin er athygli á því að fremst í skýrslunni er stutt samantekt sem gefur gott yfirlit yfir innihald og niðurstöður.  Hér er um að ræða lýsingu og greiningu á starfsemi Arctic Fish allt frá því að fyrirtækið var stofnað fram á þetta ár. Skýrslan er hluti þeirra vinnu að kortleggja vinnubrögð sem viðgengust við undirbúning og gerða laga um fiskeldi til að fá betri heildarmyndina sem  verður dregin saman í  bókinni  Lög um fiskeldi – ,,Þetta hefur eftirmála“. Fleiri mál eru einnig tekin fyrir í tölvupóstinum.

Fylgiskjöl


Tvær greinar og birtingaráætlun

Dags.: 17.08.2022

Í þessum pósti eru kynntar tvær greinar höfundar sem nýlega voru birtar í blöðum og birtingaráætlun fyrir næstu mánuði.

Laxeldisleyfin og fjárfestingar Íslendinga: Ítrekað kemur fram í viðtölum að gengið hafi verið á milli manna hér á landi, til að fá þá til að fjárfesta í laxeldisfyrirtækjum, án árangurs. Í þessu samhengi er vert að hafa í huga að fjárfestum voru boðnir ólíkir valkostir, allt eftir hvort boðið var fyrir eða eftir stefnumótun í fiskeldi (fylgiskjal 1).

Eldisleyfin: Eign eða leiga? Fram hefur komið í fjölmiðlum að munur sé á eldisleyfum hér á landi og í Noregi. Í þessari grein er því velt fyrir sér hvort það sé í raun einhver munur á eldisleyfum í Noregi og Íslandi  þegar upp er staðið (fylgiskjal 2).

Fylgiskjöl


Lög um fiskeldi og heilbrigðis- og skipulagsmál

Dags: 26.06.2022

Fyrir nokkrum árum síðan bentu erlendir sérfræðingar á að Íslendingar væru í öfundverðri stöðu að skipuleggja sitt laxeldi. Því miður var lítið hlustað á þær ráðleggingar og ekki tekið á málinu hvorki af starfshópi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stefnumótun í fiskeldi á árinu 2017 eða  við setningu laga um fiskeldi árið 2019. Það sem í raun gerðist var að umhverfismálanum var ýtt til hliðar til að halda kostnaði í lágmarki og í staðinn var öll áhersla lögð á að gera það mögulegt að fara með fyrirtækin á erlendan hlutabréfamarkað og ná þannig miklum fjárhagslegum ávinningi.  Undirritaður reyndi einnig að vara við þessum vinnubrögðum og er vísað til greinar í Bændablaðinu sem er að finna í fylgiskjali 1.

Fylgiskjal 1. Bændablaðið 23.06.2022


Morgunblaðsgrein og kallað eftir gögnum

Dags: 21.06.2022

Í fylgiskjali 1 er greinin ,,Lög um fiskeldi og samfélagsverkefni gegn spillingu“ sem birtist í Morgunblaðinu. Í greininni er farið í stuttu máli yfir vinnu mína frá 2019 og hvað er framundan.   Minni vinnu má skipta niður í þrjá áfanga:

  • Fyrsti áfangi – Beiðni um opinbera rannsókn (2019)
  • Annar áfangi – Upplýsingar til almennings (2020-2021)
  • Þriðji áfangi – Sjálfstæð rannsókn (2022-2023)

Jafnframt er kallað eftir gögnum.

Fylgiskjöl


Morgunblaðsgrein og Ríkisendurskoðun

Dags.: 27.05.2022

Í fylgiskjali er að finna greinina, ,,Hagsmunagæsla, stefnumótun og stjórnsýsluúttekt fyrir fiskeldi“ sem birtist nýlega í Morgunblaðinu (fylgiskjal 1).  Í greininni er matvælaráðherra þakkað það frumkvæði að láta gera nýja stefnumótun fyrir fiskeldi og hvattur til að láta standa faglega og heiðalega að þeirri vinnu. Jafnframt er fagnað stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar og stofnuninni gefinn nokkur heilræði um það sem þyrfti að skoða sérstaklega.  

Jafnframt er farið fram á að athugasemdum mínum við áhættumati erfðablöndunar í umhverfismati áætlanna verði svaraða á viðeigandi hátt, faglega og heiðarlega.  Þess er óskað að matvælaráðherra gangi í málið og kalli eftir gögnum og sjái til að þau berist með formlegum hætti til Ríkisendurskoðunar (fylgiskjal 2)

Fylgiskjöl:


Lög um fiskeldi – Rannsóknir og skrif næstu tvö ár

Dags.: 10.05.2022

Í byrjun þessa árs hóf undirritaður að vinna við Samfélagsverkefni gegn spillingu í hálfu starfi. Málið varðar spillingu við undirbúning og gerð laga um fiskeldi og jafnvel eftir að lögin voru samþykkt.  Mín vinna gegn spillingu síðustu rúm þrjú ár hefur reglulega tekið breytingum.

Fylgiskjöl:


Arnarlax – Leiðin til fjárhagslegs ávinnings

Dags.:21.04.2022

Efni: Hér er um að ræða vinnuskjal sem samantekt verður tekin úr og birti í bókinni Lög um fiskeldi – ,,Þetta hefur eftirmála“ sem er ætlað að gefa heilstætt yfirlit yfir m.a. þau vinnubrögð og spillingu sem hefur viðgengst við undirbúning og gerð laga um fiskeldi og jafnvel eftir að lögin voru samþykkt. Farið er yfir málið allt frá stofnun Arnarlax til lok ársins 2021. Hér er um að ræða langa skýrslu en bent er á að hægt er að átta sig á innihaldinu með að lesa áherslupunkta (merkt blátt), skoða myndir og lesa yfir síðasta kaflann, niðurstöður og umræður.

Fylgiskjal:


Stefnumótun, stjórnsýsluúttekt og fleira

Dags.:21.03.2022

Efni: Ráðherra er þakkað það frumkvæði að fara þá leið að kalla eftir umsögnum um áherslur og  fyrirhugað verklag matvælaráðherra við stefnumótun á sviði matvæla.   Bundnar eru miklar vonir um að nú verði faglega og heiðalega staðið að stefnumótun fyrir fiskeldi. Ráðherra er óskað velfarnaðar í þeirri vinnu sem er framundan. Undirritaður hefur sent inn umsögn og vonandi að hún geti komið að einhverju gagni.

Það kom að því að ákveðið var að gera stjórnsýsluúttekt, takk fyrir það, og vonandi hefur mín vinna að einhverju leit stuðlað að því að ákveðið var að fara út í þetta verkefni. Meira.

Fylgiskjöl:


Strandbúnaðarmálið, þöggun og lög um fiskeldi

Dags.: 02.03.2022

Efni: ,,Strandbúnaðarmálið“ er áhugavert, fróðlegt og lærdómsríkt er varðar aðferðafræði við þöggun.  Það sem hefur einkennt viðbrögð við mína gagnrýni á spillingu við undirbúning og gerð laga um fiskeldi er þöggun.  Strax eftir að að undirritaður sendi inn athugasemd við frumvarp um fiskeldi fyrrihluta ársins 2019 hringdi Kjartan Ólafsson, stjórnarformaður Arnarlax og fulltrúi í starfshópi  sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stefnumótun í fiskeldi, og fór fram að umsögn mín yrði dregin til baka.  Fljótlega á eftir fylgdi SMS ,,Þetta hefur eftirmála“.  Rafræn bók sem er verið að skrifa um málið hefur því fengið heitið Lög um fiskeldi – ,,Þetta hefur eftirmála“.  Áður en lögin um fiskeldi voru samþykkt var farið í manninn en eftir það er beitt aðferðafræðinni þöggun enda ekki góðan málstað að verja.  

Fylgiskjöl:


Er refsivert að gagnrýna spillingu?  – Vinnan framundan

Dags.: 01.02.2022

Efni: Í byrjun þessa árs hóf undirritaður að vinna við samfélagsverkefni gegn spillingu í hálfu starfi. Gagnrýnd hefur verið sú spilling sem hefur átt sér stað við undirbúning og gerð laga um fiskeldi og jafnvel eftir að lögin voru samþykkt. Málið snýst um meira en 100 milljarða króna fjárhagslegan ávinning………… Hér

Fylgiskjöl:


Heilræði til ráðherra vegna stefnumótunar í fiskeldi

Dags.: 03.01.2022

Efni: Við stofnun á nýjum starfshópi um stefnumótun í fiskeldi og vinnuna framundan er
mikilvægt að vandað sé til verka:

  • Vanda valið: Koma í veg fyrir að í starfshópnum séu aðilar sem eru eingöngu að vinna að sínum eigin hagsmunum til mikils fjárhagslegs ávinnings.
  • Vinna faglega: Koma í veg fyrir að íslenskir leppar komi sínum mönnum fyrir í ráðuneytinu.
  • Rýna: Til að koma í veg fyrir mikinn fjárhagslegs ávinnings ákveðinna aðila innan starfshópsins á kostnað annarra sem ekki hafa aðgang að borðinu er mikilvægt að tillögurnar séu rýndar.
  • Setja hindranir: Mikilvægt er að innan ráðuneytis sé farið mjög vel yfir tillögurnar til að koma í veg fyrir að hagnaðurinn af auðlindinni fari að mestu úr landi.

Fylgiskjöl:


Áhættumat erfðablöndunar í umhverfismati áætlana

Dags.: 09.12.2021

Efni: Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, í samvinnu við Hafrannsóknastofnun, auglýsti tillögur að burðarþolsmati og áhættumati erfðablöndunar ásamt umhverfismatsskýrslu. Sjávarútvegsþjónustan gerði verulegar athugasemdir við áhættumat erfðablönduanr í umhverfismati áætlanna.

Fylgiskjöl: Fylgiskjal 1. Áhættumat erfðablöndunar í umhverfismati áætlana – Athugasemdir Sjávarútvegsþjónustunnar


Það þarf samtal og sýna virðingu fyrir eigum Íslendinga

Dags.: 10.11.2021

Efni: Litlum laxveiðiánum á eldissvæðum var fórnað til að skapa erlendum eigendum laxeldisfyrirtækja tugmilljarða ávinning. Það vekur athygli að ekki sé reynt að ná meiri sátt við eigendur minni laxveiðiá á eldissvæðum. Fram að þessu hefur verið valtað yfir hagsmuni landeigenda og reyndar fjölmargra aðra íslenska aðila til fjárhagslegs ávinnings fyrir laxeldisfyrirtæki sem er í meirihlutaeigu erlendra aðila.

Fylgiskjöl:


Aðalfundur Strandbúnaðar og þöggunin

Dags.: 28.10.2021

Efni: Málið er komið í þann farveg að Strandbúnaðar er orðinn þátttakandi í þöggun með að reyna að hylma yfir mína gagnrýni á ólígarkarana er varðar spillingu. Því er ekki að leyna að áframhaldandi þöggun af hendi Strandbúnaðar mun bara styrkja mína vegferð gegn spillingu.

Fylgiskjöl:


Ólígarkar, Strandbúnaður/Lagarlíf og þöggunin

Dags.: 27.10.2021

Efni: Það er ólíðandi og óþolandi eftir að ólígarkar voru búnir að vasast í stefnumótun stjórnvalda sjálfum sér til fjárhagslegs ávinnings vasast þeir í framhaldinu í málefnum Strandbúnaðar til að stuðla að því að eðlileg og fagleg gagnrýni í mínu nafni sé þögguð niður. Þeirra þrýstingur, beint og óbeint, hefur verið þess valdandi að undirritaður þurfti að stíga til hliðar sem framkvæmdastjóri Strandbúnaðar. Málið snýst ekki endilega um undirritaðan heldur um aðferðafræðina um hvernig ólígarkar fá að ná sínu fram. Áður voru sömu aðilar búnir að eyðileggja samtökin Landssamband fiskeldisstöðva. Hve langt ætlum við að láta ólígarkarna komast? – Hvenær ætlum við að stoppa þá af?

Fylgiskjal:


Kynning á greinum

Dags.: 25.10.2021

Efni: Það sem verið er að fjalla um er skilgreint ,,Að fanga ríkisvaldið” (e. state capture). ,,Í umbreytingarhagkerfum (e. transition economies), hefur spilling tekið á sig nýja mynd; – hinir svokölluðu klíkubræður, “ólígarkar”, vasast í stefnumótun stjórnvalda og móta jafnvel leikreglurnar sjálfir til að þjóna eigin hagsmunum og gefa sjálfum sér þannig einstakt forskot á við aðra á markaði“.

Fylgiskjöl:


Opinber rannsókn og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd

Dags.: 23.10.2021

Efni: Þar sem beiðni um opinbera rannsókn hefur engu skilað hefur undirritaður ákveðið að framkvæma þessa rannsókn sjálfur. Gefið er yfirlit stöðu verkefnisins og vinnuna framundan.

Fylgiskjöl:


Gamlar beiðnir um opinbera rannsókn

Dags.: 08.10.2021

Efni: Kallað hefur verið eftir opinberri úttekt allt frá árinu 2019 m.a. með beiðni til Umboðsmanns Alþingis, sjá fylgiskjal 1 og 2. Þessar beiðnir eða kvartanir hafa engu skilað mér vitanlega. Jafnframt hefur verið kallað eftir viðbrögðum frá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis og fjölmiðlum sem hefur engu skilað.

Fylgiskjöl:


Vinnubrögðin og aðalfundur Strandbúnaðar

Dags.: 07.10.2021

Efni: Sjávarútvegsþjónustan ehf. sem er einn af hluthöfum Strandbúnaðar óskar eftir að tvö mál verði tekin undir sérstökum lið eða undir liðnum önnur mál á aðalfundi Strandbúnaðar.

  • Mál 1: Kallað eftir formlegt svar við bréfi til stjórnar Strandbúnaðar
  • Mál 2: Kynningarfundur hjá Matís

Fylgiskjöl:


Stór laxeldisfyrirtæki og lítil sjávarútvegsfyrirtæki?

Dags.: 01.10.2021

Efni: Kynnt grein um fyrirhuguð stór laxeldisfyrirtæki hér á landi og lítil sjávrútvegsfyrirtæki. Jafnframt sagt frá grein sem bíður birtingar umerlent eignarhald í laxeldi. Vinna stefnumótunarhópsins árið 2017 gekk út á að stærstum hluta að útbúa leikreglur sem tryggðu mikinn fjárhagslegan ávinning fyrir íslenska leppa og erlenda fjárfesta.

Fylgiskjal:


Íslendingar láti gera stefnumótun

Dags.: 26.09.2021

Efni: Það er orðið tímabært að Íslendingar láti gera stefnumótun en ekki íslenskir leppar erlendra fjárfesta eins og verið hefur undanfarin ár. Í því samhengi ber að fanga fundi Vestfjarðastofu um Framtíðarsýn í fiskeldi. Nýlega var gefin út skýrslan Framtíð fiskeldis á Íslandi sem er að finna í viðhengi. Skýrsla sem getur verið einn af grunnunum að alvöru
stefnumótun í fiskeldi fyrir Íslendinga.

Fylgiskjöl:


Stefnumótun fiskeldis – Það er búið að taka út tugmilljarða ávinning

Dags.: 18.09.2021

Efni: Það sem átti að vera að stefnumótun stjórnvalda og greinarinnar varð að stefnumótun laxeldisfyrirtækja í meirihlutaeigu erlendra aðila til mikils fjárhagslegs ávinnings. Í þessari stefnumótun var kröfum eða óskum sveitafélaga og þeirra sem vilja umhverfisvænt laxeldi ýtt til hliðar. Stefnumótunin snérist að stórum hluta um að tryggja leikreglur sem gátu stuðlað að miklum fjárhagslegum ávinningi íslenskra leppa og erlendra fjárfesta.

Fylgiskjöl:


Stefnumótunarskýrslan – Hvar er stefnumótunin fyrir íslensk fyrirtæki?

Dags.: 13.09.2021

Efni: Það sem átti að vera stefnumótun stjórnvalda og greinarinnar var að stefnumótun íslenskra leppa og erlendra fjárfesta. Skýrsla starfshóps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stefnumótun í fiskeldi er að finna í viðhengi – Kaflar 14 og 15 eru sérstaklega áhugaverðir

Fylgiskjal:


Verðmæti eldisleyfa sem eru í eigu útlendinga

Dags.: 31.08.2021

Efni: Í þessu máli eru dæmi um að íslenskir leppar erlendra fjárfesta hafi misnotað opinbera starfsmenn sem hefur verið að virðist mikilvægur liður í að ná miklum fjárhagslegum ávinningi. Farið hefur verið með hótunum í stofnunum.

Fylgiskjal:


Samtal við Hafró og kynning á grein

Dags.: 9-11.08.2021

Efni: Samtal við Hafró vegna gagnrýni á vinnubrögð stofnunnarinnar er vrðar áhættumat erfðablöndunar og grein um auðlind í eigu útlendinga.

Fylgiskjal:


Kynning á grein

Dags: 19.07.2011

Efni: Hér er lítilsháttar komið inn á erlent eignarhald sem vissulega er viðkvæmt mál. Nú er komið að því að fjalla um viðkvæmu málin, fjárhagslegan ávinning og erlent eignarhald og verður það eitt megið þema í næstu greinum.

Fylgiskjal:


Kynning á grein

Dags: 28.06.2011

Efni: Fjallað um hvernig Arnarlax ,,kassaði“ inn tugum milljarða með lobbýisma og spilltri stjórnsýslu“.

Fylgiskjal:


Samskipti vegna Strandbúnaðar

Dags: 22.04-8.06.2021

Efni: Framkvæmdastjóra Strandbúnaðar bolað frá vegna þess að hann gagnrýndi ákveðna aðila innan atvinnugreinarinnar fyrir spillingu. Nokkrir póstar sem sýna samskipti.

Viðhengi: