Þjónustufyrirtæki

Það eru fjölmörg fyrirtæki sem útvega fiskeldisbúnað og er stærsti hlutinn fluttur inn til landsins. Rekstrarvörur eru þó að miklu leyti framleiddar hér á landi. Nokkur fyrirtæki bjóða upp á ýmisskonar þjónustu. Öll þjónusta stoðgreina er mikilvæg til að tryggja hagkvæmi og samkeppnishæfni lagareldis á Íslandi.

Búnaður fyrir sjókvíaeldi

Mest allur búnaður; eldiskvíar, festingar, netpokar, fóðurprammar, þjónustubátar og annar búnaður fyrir sjókvíaeldier keyptur erlendis frá. Þeir aðilar sem selja fiskeldisbúnað fyrir sjókvíaeldi eru einkum Aqua Group, Egersund, Ísfell, Fjarðanet, Eldislausnir, Tölvur og Net og Vónin. Miklar kröfur eru gerðar til búnaðar sem notaður er í sjókvíaeldisstöðvum og þarf hann að uppfylla kröfur norska staðalsins NS9415:2009 eða annars sambærilegs búnaðar. Akvaplan Niva og DNV GL veit þjónustu með staðarúttekt og úttektum búnaði og útgáfu stöðvarskýrteinis.

Búnaður fyrir landeldi

Hluti af þeim búnaði sem notaður er í landeldisstöðvum á Íslandi er framleiddur af ýmsum tæknifyrirtækjum hér á landi. Mikið af búnaðinum er þó fluttur inn til landsins og eru það einkum Aqua Group, ÍSAGA og RAF fleiri fyrirtæki.

Rekstrarvörur

Rekstrarvörur fyrir íslenskt fiskeldi er að stórum hluta framleiddar innanlands. Í því sambandi má nefna frauðplastkassaog þar er Tempra stór framleiðandi. Notkun súrefnis er að aukast mikið í íslensku fiskeldi og selur ISAGA til margra landeldisstöðva einkum í nágrenni við höfuðborgarsvæðið.

Þjónustufyrirtæki

Fiskeldisþjónustan er með þjónustu við sjókvíaeldi á Vestfjörðum, s.s. köfun, þrif á nótum og eftirlit með neðansjávarmyndavél. Eldislausnir bjóða einnig upp á köfunarþjónustu.

Þvottastöð Fjarðanets á Reyðarfirði er rekin sem hluti af þjónustu Fjarðanets í Neskaupstað, og er jafnframt eina sinna gerðar hér á landi. Netpokar eru þvegnir, gert við þá og teknar slitprufur af netinu. Jafnframt er Ísfell með svipaða þjónustu sem staðsett er á Flateyri.

Nokkur fyrirtæki þjónusta sjókvíaeldisstöðvar s.s. með þvott á netpokum á vettvangi og köfun í sjókvíar. Hér má nefna fyrirtæki eins og Fiskeldisþjónustan.

Náttúrustofa Vestfjarða hefur boðið upp á þjónstu fyrir sjókvíaeldi, vöktun á lífrænu álagi undir kvíunum.

RORUM stendur fyrir rannsóknir og ráðgjöf í umhverfismálum og er meginmarkmið félagsins rannsókir og aðrar athuganir á sviði í grasafræði, dýrafræði og vistfræði og að veita ráðgjöf í umhverfismálum almennt.

Mikil áhætta fylgir fiskeldisrekstri og stórar fjárhæðir undir. Tryggingamiðstöðin er það tryggingarfyrirtæki sem er með mest umfang í fiskeldistryggingum.