Rannsóknir

Hafrannsóknastofnun

Rannsóknir á eldi sjávarlífvera eru meðal lögbundinna markmiða Hafrannsóknastofnunar. Stofnunin hefur komið að rannsóknum fjölmargra lagareldistegunda m.a. í Tilraunareldisstöð á Stað við Grindavík. Á Hafrannsóknastofnun eru einnig kynbætur á þorski. Hafrannsóknastofnunstundar einnig rannsóknir á umhverfisaðstæðum á vænlegustu eldissvæðum við landið, m.a. kanna hita, seltu og sjávarstrauma, til að geta betur skilgreint kjörsvæði til eldis mismunandi sjávarlífvera. Stofnunin hefur einnig það hlutverk að meta burðaþol fjarða þar sem eldi lagarlíffvera er tl staðar eða fyrirhugað.

Matís

Matís kemur að rannsóknum á fjölmörgum lagareldislífverum m.a.fóðurrannsóknum og öryggi matvæla. Stofnunin hefur einnig komið aðverkefnum innan gæðamála, vinnslu og markaðsetningu lagareldislífvera.

Hólaskóli

Fiskeldisdeild og fiskalíffræðideild Hólaskóla – Háskólans á Hólumvinnur að fjölmörgum rannsóknum innan fiskeldisfræði, fiskalíffræði, lífeðlisfræði, vistfræði og þróunarfræði. Rannsóknaaðstaða deildarinnar er í Verinu á Sauðárkróki. Á vegum skólans er einnig kynbótaverkefni í bleikjueldi.

Akvaplan Niva á Íslandi

Akvaplan Niva er með útibúa á Íslandi og hefur komið að fjölmörgum rannsóknum á lagardýrum og einnig umhverfisrannsóknum.

Svinna verkfræði

Svinna verkfræði hefur komið að ýmsum rannsóknaverkefnum m.a. Aquaponic.