Vatnsfræði

Auðlindin og tækifærin

Hreinn sjór í íslenskum fjörðum er auðlind sem skapar tækifæri til sjókvíaeldis ýmissa fisktegunda, til skeldýraræktar og þörunga-ræktar.Jafnfram með dælingu á land nýtist sjórinn til eldis fjölmargra lagareldistegunda.

Á Íslandi er mikið magn af hreinu lindavatnisem þarf enga meðhöndlun fyrir notkuní fiskeldi. Heita vatniðsem mikið er til af á Íslandi skapar möguleika á að halda kjörhita á öllum lagareldislífverum og þannig hámarka vöxt og velferð.

Það er helst vatnið og sjórinn sem gerir það mögulegt að byggja upp umfangsmikið lagareldi á Íslandi.

Meðhöndlun

Erlendis er algengt að það þurfi að hreinsa vatnið og jafnvel gerileyða fyrir notkun. Á Íslandi er lindavatnið hreint og þarf enga meðhöndlun fyrir notkun í fiskeldi. Það er þó oft loftað fyrir notkun sérstaklega þegar það er hitað upp og jafnvel hreinu súrefni dælt í það. Vatnið og sjórinn er loftaður með að dæla lofti í vatnið eða brjóta það niður í litla dropa sem loftið umlykur.

Endurnotkun

Með aukinni þekkingu á hreinsun vatns hefur endurnotkun hér á landi aukist. Fram að þessu hefur verið algengt að minnka vatnsnotkun með að dæla hreinu súrefni í vatnið. Nú er það að aukast að vatninu er hringrásað, endurnotað, jafnvel nokkrum sinnum áður en það fer út um frárennsli eldisstöðvarinnar. Við hverja hringrás er saur og fóðurleifar hreinsaðar úr vatninu, það loftað ogjafnvel dælt hreinu súrefni og gerileyðing framkvæmd. Þróunin er einnig að notaðir eru svokallaðir lífhreinsar en í þeim er bakteríu sem fjarlægja ammoníak sem safnast upp í vatninu við endurnotkun. Ný seiðaeldisstöð Arctic smolt í Tálknafirði notar lífhreinsa enda verður vatnið notað mörgum sinnum áður en það fer út um frárennslið.

Lesefni

  • Vatnslagnir, vatnsstjórnun og dæling. Í, Hönnun og skipulag strand- og landeldisstöðva fyrir bleikjueldi. Sjávarútvegurinn – vefrit um sjávarútvegsmál 12(1): 43-62. (2012)
  • Loftun og súrefnisíblöndun. Í, Hönnun og skipulag strand- og landeldisstöðva fyrir bleikjueldi. Sjávarútvegurinn – vefrit um sjávarútvegsmál 12(1): 79-98. (2012).
  • Hreinsun eldisvatns. Í, Hönnun og skipulag strand- og landeldisstöðva fyrir bleikjueldi. Sjávarútvegurinn – vefrit um sjávarútvegsmál 12(1): 63-78. (2012)
  • Kennsluefni í vatnsfræði. Hólum í Hjaltadal (2006).