Þorskur


Skilgreining

Tvær meginleiðir eru í þorskeldi: Annars vegar að fanga og ala villtan þorsk (áframeldi) og hins vegar framleiðsla á eldisþorski allt frá klaki að markaðsstærð(aleldi).

Aleldi á þorski

IceCod er með kynbótaverkefni á þorski og eru seiðin framleidd hjá Hafrannsóknastofnun og þau síðan flutt í sjókvíar hjá Háafelli (Hraðfrystihúsinu Gunnvöru) þar sem fiskurinn er alinn upp í markaðsstærð. Aðeins er framleiddir nokkrir tugir þúsunda seiða til að sinna kynbótaverkefninu.

Áframeldi á þorski

Áframeldi á þorski hefur verið stundað í allnokkur ár og var mest framleitt um 1.000 tonn. Á árunum 2002-2014 var rekið tilraunarverkefnið, Þorskeldiskvótaverkefni Hafrannsóknastofnunnar. Nú hefur dregið verulega úr umfangi áframeldis á þorski, það er nú m.a. stundað af Sjávareldi.

Lesefni