Regnbogasilungseldi
Framleiðsla á regnbogasilungi var um 2.500 tonn árið 2016 og má gera ráð fyrir að hún minnki á næstu árum. Hrogn eru flutt inn frá Danmörku. Aðallega hefur verið framleiddur stór regnbogasilungur í sjókvíum og minna magn í landeldi. Einnig hefur regnbogasilungi verið sleppt í vötn og seld veiðileyfi.
Framleiðendur
Stærstu framleiðendur á regnbogasilungi eru Arctic Fish Farm og Fiskeldi Austfjarða, en bæði fyrirtækin stefna að laxeldi. Aðrir framleiðendur á regnbogasilungi í sjókvíum eru Hraðfrystihúsið Gunnvör (Háafell), Sjávareldi og ÍS-47 ehf. Regnbogasilungseldi í landeldi er m.a. stundaðaf N-Lax.