Lax

Laxeldi

Eldislax er að mestu framleiddur í sjókvíum en einnig í minna mæli í landeldi. Framleiða á laxi var um 8.400 tonn árið 2016 og gert er ráð fyrir mikilli aukningu á næstu árum vegna aukinna umsvifa í sjókvíaeldi á Vestfjörðum og Austfjörðum.

Kynbætur

Eldislax sem nú er alinn á Íslandi hefur verið kynbættur hjá Stofnfiski frá árinu 1990. Stofninn hefur verið kallaður Sagastofninn og byggir hann á norskum laxastofnum.

Framleiðendur

Stærstu framleiðendur á laxi í sjókvíum eru Arnarlax, Fiskeldi Austfjarða,Artic Fish Farm og Laxar fiskeldi sem er að hefja sjókvíaeldi. Ein landeldisstöð hefur framleitt umtalsvert magn af eldislaxi en það er Íslandsbleikja í Öxarfirði.

Myndband af Arnarlaxi

Myndbandið sýnir aðallega sjókvíaeldi Arnarlax, eldiskvíar og brunnbát. Sýnt er þegar eldislaxi er dælt upp í brunnbát og slátrun og pökkun í sláturhúsi fyrirtækisins á Bíldudal.

Lesefni – Fræðsluefnið

Það er með ólíindum að það er ekki til neitt gott nýtt íslenskt fræðsluefni fyrir laxeldi. Meðan staðan er þessi verður látið hanga inn á vefsíðunni eldgamalt fræðsluefni, sem að stórum hluta er orðið úrelt.


Lesefni – umhverfismál