Í júní síðastliðinn var kynnt Skýrsla starfshóps um stroka eldislaxa en hópurinn var skipaður af matvælaráðherra. Í skýrslunni kemur m.a. fram að nú væri óheimilt að vera með eldi á ófrjóum laxi í Noregi og það gæti tekið allt að tíu árum þar til eldið yrði að raunhæfum valkosti.
Ófrjóir laxar til að blokkera eldissvæði
Í þessu sambandi er bent á að við breytingar á lögum um fiskeldi á árinu 2019 var sett inn ákvæði um að hægt væri að halda eldissvæðum með það að yfirskini að ætti að hefja eldi á ófrjóum laxi.
Málið varðar þá spillingu sem viðgekkst við undirbúning og gerð laga um fiskeldi og í þessum leiðbeiningum fyrir fjölmiðla er tekinn fyrir sá þáttur er snýr að eld á ófrjóum laxi. Hvernig ófrjóir laxar hafa verið notaðir til að halda eldissvæðum hjá laxeldisfyrirtækjum í meirihlutaeigu erlendra aðila og skipta síðan yfir í eldi á frjóum laxi við aukningu framleiðsluheimilda í áhættumati erfðablöndunar.
Leiðbeiningar fyrir fjölmiðla nr. 4. Ófrjóir laxar til að halda eldissvæðum (pdf skjal)
Fjölmiðlar eru hvattir til að kynna sér málið vel og jafnframt að viðhafa faglega og góða
rannsóknablaðamennsku við umfjöllun sína. Vonandi geta meðfylgjandi gögn nýst við
þá vinnu. Leiðbeiningar fyrir fjölmiðla nr. 4. Ófrjóir laxar til að halda eldissvæðum er að finna sem fylgiskjal með þessum tölvupósti.