Eignarhald í laxeldi á Íslandi

Í september 2022 var lögð fram í annað sinn þingsályktunartillaga um eignarhald í laxeldi þar sem lagt var til að Alþingi feli matvælaráðherra að skipa starfshóp sem hafi það að markmiði að:

  • koma fram með tillögur um hvernig takmarka megi samþjöppun eignarhalds á laxeldisleyfum,
  • skoða hvort takmarka eigi eignarhald erlendra aðila á laxeldisleyfum.

Málið er nú hjá atvinnuveganefnd.

Ferlið hófst með stefnumótun í fiskeldi og afrakstur þeirra vinnu var Skýrsla sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stefnumótun í fiskeldi sem gefin var út í ágúst 2017.  Umhugsunarvert er að í opinberri stefnumótun fyrir fiskeldi að íslenskir fulltrúar erlendra fjárfesta hafi gefist kostur á því að varða leiðina að miklum fjárhagslegum ávinningi fyrir sjálfan sig og erlenda fjárfesta með setja engar takmarkanir við eignarhald og stærð laxeldisfyrirtækja þegar breytingar á lögum um fiskeldi voru samþykkt frá Alþingi Íslendinga á árinu 2019.   

Í fylgiskjali 1 er málið rakið allt frá útgáfu stefnumótunarskýrslunnar fram til dagsins í dag. Vonandi geta meðfylgjandi leiðbeiningar auðveldað fjölmiðlamönnum að átta sig á málinu og nýst við umfjöllun um eignarhald í íslensku laxeldi.

Í fylgiskjali 2 er að finna grein með andsvari undirritaðs eða hvernig brugðist verður við grein Ragnar Jóhannsson rannsóknastjóra fiskeldis hjá Hafrannsóknastofnun í Bænablaðinu og fréttatilkynningar stofnunarinnar frá 9. mars.