Stefnumótun í fiskeldi: Umræðan, tillögur og staðan

Stefnumótun í fiskeldi

 Hér er um að ræða úttekt á vinnu og tillögum starfshóps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stefnumótun í fiskeldi. Um er að ræða tímabilið desember 2016 til ágúst 2017 en til að geta metið stöðu einstakra málaflokka í tillögum stefnumótunarhópsins er horft lengra fram í tímann allt til þessa árs. Skýrslan er hluti þeirra vinnu að kortleggja vinnubrögð sem viðgengust við undirbúning og gerð laga um fiskeldi til að fá betri heildarmynd sem  verður dregin saman í  bókinni  Lög um fiskeldi – ,,Þetta hefur eftirmála“ og einnig stuðst við skrifum á greinum í fjölmiðlum á næsta ári. Jafnframt er vonast til að þessi rannsóknarskýrsla nýtist Ríkisendurskoðun við úttekt á stjórnsýslu fiskeldis og Matvælaráðuneytinu við stefnumótun í fiskeldi eða hvað ber að varast í þeirri vinnu. Starfshópi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stefnumótun í fiskeldi var gefinn kostur á að gera athugasemdir við skýrsluna sem þau nýttu sér ekki. Í minni vinnu er áhersla lögð á að vinna faglega og er það miður ef staðreyndarvillur er að finna í skýrslunni.

Ná í skýrsluna

Næsta rannsóknaskýrsla

Í næstu skýrslu verður tekið fyrir tímabilið frá því að Skýrsla starfshóps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stefnumótun í fiskeldi var gefin út í ágúst 2017 fram til loka ársins 2022. Farið verður yfir þau vinnubrögð, jafnt fagleg sem ófagleg, sem hafa verið viðhöfð í ráðuneytinu, stofnunum og á Alþingi Íslendinga.  Rannsóknaskýrslan mun bera nafnið ,,Lög um fiskeldi og stjórnsýslan“.  Vonast er til að stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á málefnum fiskeldis nýtist við skrif á rannsóknaskýrslu höfundur sem stefnt er að birta í byrjun næsta árs.  Höfundi hefur verið bent á að vinna Ríkisendurskoðunar ná ekki lengra en að skoða hvort markmið laga um fiskeldi hafi náðst. Ólíklegt er að spillingin sem hefur einkennt þetta mál verði skoðuð sérstaklega enda yrði það hvort sem er stoppað af eins og höfundur hefur bent starfsmönnum Ríkisendurskoðunar á.  Það er því gert ráð fyrir að skýrsla höfundar verði tekin á breiðari grundvelli en fyrirhuguð skýrsla Ríkisendurskoðunar. Beðið verður eftir að skýrsla Ríkisendurskoðunar verði gefin út áður en höfundur birtir sýna rannsóknaskýrslu.

Ársskýrsla

Það er gert ráð fyrir að vinna höfundar við Samfélagsverkefni gegn spillingu taki langan tíma og jafnvel nokkur ár. Til að gefa betri yfirlit yfir vinnu höfundar verður í lok hvers árs gefin út ársskýrsla þar sem fram kemur hvað var gert á árinu og í grófum dráttum hvaða málefni megináhersla verður lögð á næstkomandi ári. Ársskýrslan verður gefin út um áramótin.