Landsamband fiskeldisstöðva

Landsamband fiskeldisstöðva (LF) hefur verið hagsmunasamtök fiskeldis í áratugi.  Stefnumótun í fiskeldi var eitt af mikilvægum verkefnum LF þar sem hlutverk félagsins var að gæta hagsmuna aðildarfélaga.

Á árinu 2017 áttu Arnarlax, Arctic Fish, Fiskeldi Austfjarða og Laxar fiskeldi, öll fyrirtækin í meirihlutaeigu erlendra aðila, fulltrúa í stjórn Landsambands fiskeldisstöðva. Framleiðsla laxeldisfyrirtækjanna jókst mikið, en áhrif og atkvæðavægi réðist af veltu aðildarfélaga. Laxeldisfyrirtækin voru því í raun búin að yfirtaka LF á árinu 2017.

Stjórnarformenn Arnarlax og Fiskeldis Austfjarða kom sér í opinberan stefnumótunarhóp sem fulltrúar LF og unnu að móta leikreglur, skjalfest í lögum, sjálfum sér og eigendum til fjárhagslegs ávinnings.

Eldisleyfin voru verðmætin og á árinu 2016 voru laxeldisfyrirtæki í meirihlutaeigu erlendra aðila með leyfi fyrir og áform um 170.000 tonn, þar af var Arnarlax og Fiskeldi Austfjarða með um 70%.  Til að tryggja að áform gengu upp:

  • Setja hindranir: Þurfti að setja ákvæði í lög um að hægt væri halda svæðum í því yfirskini að hefja ætti eldi á ófrjóum laxi.
  • Koma í veg fyrir hindranir: Þurfti að koma í veg fyrir að takmarkanir væru settar um erlent eignarhald og stærð fyrirtækja til að hægt væri að fara með félögin á erlendan hlutabréfamarkað.

Það fengust engar fréttir af vinnu stefnumótunarhópsins fyrr en langt var liðið á stefnumótunina og væntanlega þá búið að leggja meginlínur.  Fulltrúar LF í stefnumótunarhópnum skrifuðu undir viljayfirlýsingu um stuðning við áhættumat erfðablöndunar en þeim var bent á af stjórn LF að þeir hefðu ekki umboð til þess.

Það voru mikil átök innan LF þegar unnið var að stefnumótun í fiskeldi.  Stjórn LF sendi bókun til stefnumótunarhópsins á lokastigi stefnumótunarinnar til að reyna að lægja öldurnar innan sambandsins sem síðan var dregin til baka  með undirskrift flestra stjórnarmanna. Með að samþykkja ekki stefnumótunina hefði það geta haft afdrifaríkar afleiðingar við framgang málsins um miklar væntingar um fjárhagslegan ávinning laxeldisfyrirtækja í meirihluta erlendra aðila. LF var mikilvægur farvegur fyrir erlenda fjárfesta til að tryggja þeirra hagsmuni og varða leiðina að miklum fjárhagslegum ávinningi.  Laxeldisfyrirtækja í meirihlutaeigu erlendra aðila eru komin með leyfi fyrir tæplega 100.000 tonna hámarks lífmassa og verðmæti eldisleyfa gróflega áætluð um 105 milljarða ISK. Um 30.000 tonn eru ennþá í umsóknarferli og ef vel gengur geta verðmætin eldisleyfa hugsanlega aukist um 30 milljarða ISK og þá orðið samtal 135 milljarða ISK.