Tvær greinar og birtingaráætlun

Hér eru kynntar tvær greinar höfundar sem nýlega birtust í blöðum og birtingaráætlun fyrir næstu mánuði.

Laxeldisleyfin og fjárfestingar Íslendinga

Ítrekað kemur fram í viðtölum að gengið hafi verið á milli manna hér á landi, til að fá þá til að fjárfesta í laxeldisfyrirtækjum, án árangurs. Í þessu samhengi er vert að hafa í huga að fjárfestum

voru boðnir ólíkir valkostir, allt eftir hvort boðið var fyrir eða eftir stefnumótun í fiskeldi (fylgiskjal 1).

Eldisleyfin: Eign eða leiga?

Fram hefur komið í fjölmiðlum að munur sé á eldisleyfum hér á landi og í Noregi. Í þessari grein er því velt fyrir sér hvort það sé í raun einhver munur á eldisleyfum í Noregi og Íslandi  þegar upp er staðið (fylgiskjal 2).

Svarað opinberlega

Það hefur verið lítið um að athugasemdir við mínum greinaskrifum á gagnrýni minni á ófaglegum vinnubrögðum og spillingu. Sú breyting verður nú gerð að höfundur mun reyna, eftir því sem tími gefst til, að svara öllum athugasemdum. Það verður þó ekki farin sú leið að svara a.m.k. að sinni athugasemdum á samfélagsmiðlum.

Birtingaráætlun

Nú er unnið við að ljúka skýrslunni ,,Arctic Fish – Leiðin til fjárhagslegs ávinnings“ og stefnt að birta í næsta mánuði. Búið er að birta skýrslu fyrir Arnarlax og unnið verður að gerð sambærilegra skýrslna fyrir Fiskeldi Austfjarða og Laxa fiskeldi á þessu ári og byrjun næsta árs.  Í október er gert ráð fyrir að birta skýrsluna ,,Landsamband fiskeldisstöðva og stefnumótun í fiskeldi“.