Arnarlax – Leiðin til fjárhagslegs ávinnings

Hér er um að ræða vinnuskjal sem samantekt verður tekin úr og birti í bókinni Lög um fiskeldi – ,,Þetta hefur eftirmála“ sem er ætlað að gefa heilstætt yfirlit yfir m.a. þau vinnubrögð og spillingu sem hefur viðgengst við undirbúning og gerð laga um fiskeldi og jafnvel eftir að lögin voru samþykkt. Farið er yfir málið allt frá stofnun Arnarlax til lok ársins 2021. Hér er um að ræða langa skýrslu en bent er á að hægt er að átta sig á innihaldinu með að lesa áherslupunkta (merkt blátt), skoða myndir og lesa yfir síðasta kaflann, niðurstöður og umræður.

Sækja skýrsluna HÉR

Búið að ráðstafa hagnaðinum

Varðandi Arnarlax er nú þegar komið í ljós að búið er að ráðstafa hagnaðinum í formi mikilla eignamyndunar erlendra fjárfesta og íslenskra leppa, um tugi milljarða króna, sem byggist að mestu á virði eldisleyfa, auðlindin er íslenskir firðir. Þegar búið er að taka út framtíðarhagnaðinn koma íslenskir lífeyrissjóðir fyrst að borðinu. Það er full ástæða fyrir eigendur sjóðanna að hafa áhyggjur hvernig staðið er að ávöxtun þeirra lífeyris.

Lífeyrissjóðirnir

Þau vinnubrögð sem hafa verið viðhöfð við undirbúning og gerða laga um fiskeldi minna á margt á það sem gerðist fyrir hrun – Seint ætla Íslendingar að læra. Margir lífeyrissjóðir töpuðu miklum fjármunum við hrunið. Full ástæða er fyrir lífeyrissjóði að gæta sín í fjárfestingum í laxeldisfyrirtækjum í meirihlutaeigu erlendra aðila.   Forsvarsmönnum helstu lífeyrissjóða er nú bætt inn á stækkandi tölvupóstlista.

Siðferði og fjárfestingar

Það hefur verið viðhöfð mikil spilling við uppbyggingu laxeldisfyrirtækja í meirihlutaeigu erlendra aðila, þar sem íslenskir leppar eins og Kjartan Ólafsson, stjórnarformaður Arnarlax virðist hafa leikið stórt hlutverk. Lífeyrissjóðir ættu að íhuga hvort þeim sé siðferðislega stætt á að fjárfesta í laxeldisfyrirtækjum í erlendri eigu. Það er ekki að ástæðulausu að Ríkisendurskoðun fyrirhugar að gera stjórnsýsluúttekt á málinu eins og bent var á í síðasta pósti.

Lífeyrissjóðir taka áhættuna

Sviðsmyndin er þessi að ákveðnir aðilar eiga óheppileg samskipti við stjórnvöld, koma sér í ákveðna lykilstöðu til að að varða leiðina til mikils fjárhagslegs ávinnings.  Semja leikreglurnar og með ákveðnum fléttum ná inn framtíðarhagnaðinum og þannig myndað mikla eign fyrir sig og sína.  Í framhaldinu að sækjast eftir nýjum hluthöfum til að viðhalda eftirspurn með flottum glærukynningum m.a. hjá lífeyrissjóðum sem koma að borðinu þegar búið er að taka út framtíðarhagnaðinn.