Ráðherra er þakkað það frumkvæði að fara þá leið að kalla eftir umsögnum um áherslur og fyrirhugað verklag matvælaráðherra við stefnumótun á sviði matvæla. Bundnar eru miklar vonir um að nú verði faglega og heiðalega staðið að stefnumótun fyrir fiskeldi. Ráðherra er óskað velfarnaðar í þeirri vinnu sem er framundan. Undirritaður hefur sent inn umsögn og vonandi að hún geti komið að einhverju gagni (fylgiskjal 1).
Stjórnsýsluúttekt
Það kom að því að ákveðið var að gera stjórnsýsluúttekt, takk fyrir það, og vonandi hefur mín vinna að einhverju leit stuðlað að því að ákveðið var að fara út í þetta verkefni. Eins og fram kemur í skjali Áherslur og verklag við stefnumótun á sviði matvæla er varðar fiskeldi (fylgiskjal 2):
,,Er ætlunin að úttektin nái yfir alla stjórnsýslu málaflokksins, allt frá undirbúningi löggjafar og setningu afleiddra reglna til eftirlits með starfsemi fyrirtækja í greininni“.
Ríkisendurskoðun á að framkvæma stjórnsýsluúttektina og í því tilefni verður bætt við nokkrum starfsmönnum stofnunarinnar á stækkandi tölvupóstlista.
Flott hjá þér HALLA
Í þessa hóptölvupósta verður nú bætt við einum nýjum lið, þar er að segja benda á aðila sem þora að stíga fram, um það sem betur má fara og ekki minnst vinna að breytingum til batnaðar. Í þessu samhengi er bent á þingsályktunartillögu (fylgiskjal 3) og greinar þingmanns þar sem m.a. kemur eftirfarandi fram (fylgiskjal 4):
,,Við það skapast sú hætta að einn aðili stjórni stórum landsvæðum með þeim afleiðingum að samfélög, sveitarstjórnir og stjórnvöld eigi meira undir honum en góðu hófi gegnir“.
Þingmennirnir eru hvattir til að vinna að krafti að þessu máli og láta það ekki hafa áhrif á sig þó reynt sé að stoppa af þeirra áform. Í þessu tilefni verður þingmönnum sem standa að þingályktunartillögunni bætt inn á tölvupóstlistann. Flott hjá ykkur.
Áhættumat erfðablöndunar í umhverfismati áætlana
Niðurstaðan var eins og búast mátti við að lítið væri gert með mínar athugasemdir og á það reyndar við fleiri (sjá frétt á www.mar.is þann 04. mars 2022). Áhættumat erfðablöndunar er vandræðamál og það er áskorun hvernig hægt er að vinda ofan af því á skynsaman hátt. Fram kemur m.a. í viðbrögðum við athugasemdum Sjávarútvegsþjónustunnar:
,,Í tilviki athugasemdar Sjávarútvegsþjónustunnar, sem var mjög umfangsmikil, hafa verið dregin saman helstu atriði sem koma þar fram. Hægt er að sjá allar athugasemdir og umsagnir í heild sinni í viðauka“.
Spurt er hvar má finna þennan viðauka? Af hverju var hann ekki birtur með öðrum gögnum á vef Matvælaráðuneytis?
Á næstunni verður lítið komið inn á áhættumat erfðablöndunar og í staðinn einbeitt sér að skoða vinnubrögðin hjá laxeldisfyrirtækjum í meirihluta erlendra aðila og fyrstu niðurstöður birtar í vor.
Um
Undirritaður hefur unnið við fiskeldi í um 30 ár og komið að fjölmörgum verkefnum fyrir atvinnugreinina og stjórnvöld er tengjast fiskeldi, s.s. komið að skrifum á lögum og reglugerðum. Gagnrýnd hefur verið sú spilling sem hefur átt sér stað við undirbúning og gerð laga um fiskeldi. Í byrjun þessa árs byrjaði undirritaður í hálfu starfi að vinna við Samfélagsverkefni gegn spillingu og þið munu reglulega vera upplýst um framgang verkefnisins.
Yfirlit um málið er að finna á slóðinni: https://lagareldi.is/fljotandi-ad-feigdarosi/ Best er að finna allar greinar er tengjast málinu á slóðinni: https://sjavarutvegur.is/?page_id=1017