,,Strandbúnaðarmálið“ er áhugavert, fróðlegt og lærdómsríkt er varðar aðferðafræði við þöggun. Það sem hefur einkennt viðbrögð við mína gagnrýni á spillingu við undirbúning og gerð laga um fiskeldi er þöggun. Strax eftir að að undirritaður sendi inn athugasemd við frumvarp um fiskeldi (fylgiskjal 1) fyrrihluta ársins 2019 hringdi Kjartan Ólafsson, stjórnarformaður Arnarlax og fulltrúi í starfshópi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stefnumótun í fiskeldi, og fór fram að umsögn mín yrði dregin til baka. Fljótlega á eftir fylgdi SMS ,,Þetta hefur eftirmála“. Rafræn bók sem er verið að skrifa um málið hefur því fengið heitið Lög um fiskeldi – ,,Þetta hefur eftirmála“. Áður en lögin um fiskeldi voru samþykkt var farið í manninn en eftir það er beitt aðferðafræðinni þöggun enda ekki góðan málstað að verja.
Fyrst til að upplýsinga
Eins og fram kom í fyrri pósti hér að neðan verða allir ,,leikendur“ í þessu máli nafngreindir framvegis. Jafnframt að undirritaður er fyrrverandi framkvæmdastjóri Strandbúnaðar og hans fyrirtæki Sjávarútvegsþjónustan er einn af eigendum félagsins. Hafði frumkvæði að stofna Strandbúnaðar, og lagði í verkefnið mikla vinnu og fjármuni. Þakklætið var að fyrrverandi framkvæmdastjóra félagsins var bolað frá og ekki einu sinni þakkað fyrir frábært starf til margra ára. Frá þeim tíma hefur verið gert lítið úr framlagi undirritaðs og reynt að þagga málið niður.
Aðalfundur Strandbúnaðar
https://lagareldi.is/wp-content/uploads/2022/03/Fylgiskjal-3.-Brf-til-stjorn-Strandbnaar-05.05.2021.pdfFormaður Strandbúnaðar, Halldór Halldórsson, svaraði pósti mínum frá 7. október og þar kemur fram: ,,Ég staðfesti móttöku þessa erindis frá þér og set það í hendur aðalfundar og fundarstjóra Aðalfundar“. Einari Kr. Guðfinnssyni var falið fundarstjórn á aðalfundi Strandbúnaðar. Það kom á óvart að fundarstjórinn virtist ekki kannast við þau gögn sem undirritaður sendi fyrir aðalfundinn (fylgiskjal 2, 3 og 4).
Athugasemdir við aðalfund
Fljótlega eftir aðalfund Strandbúnaðar á síðasta ári var send athugasemd (fylgiskjöl 5 og 6) og m.a. farið fram á að aðalfundargerð væri endurrituð er varðar liðinn önnur mál og tekið tillit til minna athugasemda. Mínar viðbætur eru merktar með rauðu í fylgiskjal 6. Endurbætt fundagerð hefur ekki ennþá borist Sjávarútvegsþjónustunni einum af eigendum Strandbúnaðar.
Fulltrúi ráðuneytis?
Það vakti athygli viðvera Jóns Þrándar Stefánssonar, sérfræðingi í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu á aðalfundi Strandbúnaðar sem var jafnframt sá eini sem var ekki í umboði ákveðins hluthafa. Send var inn fyrirspurn til ráðuneytisins sem var svarað vel og faglega (fylgiskjal 7). Í þessu sambandi bera að nefna að Jón Þrándur var starfsmaður starfshóps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stefnumótun í fiskeldi og hafði sterk tengsli við Kjartan Ólafsson. Einn viðmælandi komst þannig að orði í samtali sínu við Kjartan Ólafsson, ,,hvernig þorir þú að koma þínum manni svona fyrir inn í ráðuneytinu.“ Kjartan hefur teygt sig langt og tekið mikla áhættu í þeirri vegferð að gerast milljarðamæringur.
Opinber starfsmaður tekur þátt í þöggun
Matís tók yfir verkefnið og Gunnar Þórðarson opinber starfsmaður hjá stofnunni tók að sér framkvæmdastjórn. Í máli Gunnars á kynningarfundi stofnunarinnar á síðasta ári kom m.a. fram að fyrrverandi framkvæmdastjóri þurfti skyndilega að hætt og hann hafi þurft að taka yfir í neyð (fylgiskjal 4). Hefði ekki verið eðlilegra að láta koma fram að fyrrverandi framkvæmdastjóri var að gagnrýna spillingu hjá leiðandi aðilum innan greinarinnar og við það voru ekki allir sáttir. Það er augljóst hvaða hagsmuni Gunnar er að verja og má m.a. í því sambandi nefna að tengdasonurinn, Neil Shiran K. Þórisson, fjárfesti í Arctic Fish fyrir um hálfan milljarð króna. Það er e.t.v. skynsamlegt fyrir forstjóra og stjórn Matís að velta því fyrir sér í hvaða vegferð opinber stofnun er að fara.
Eigendur Strandbúnaðar
Á fundi með formanni Strandbúnaðar, Halldóri Halldórssyni, kom fram að sú staða gæti komið upp það fjölgaði í hluthafahópnum og þannig gæti verið erfitt fyrir undirritaðan ná fram sínum málum. Í framhaldinu bættust við tvö laxeldisfyrirtæki í meirihlutaeigu erlendra aðila á aðalfundi félagsins, Arnarlax og Laxar fiskeldi, ásamt Íslenska Kalkþörungafélaginu félag formannsins sem reyndar hefur ekkert með lagarlíf (aquaculture) að gera. Fram kom í máli Gunnars Þórðarsonar á aðalfundi Strandbúnaðar að það myndu fleiri bætast við í hluthafahópinn en ekki hefur verið hægt að fá upplýsingar um hvaða félög þetta eru og jafnframt eru engar upplýsingar um eigendur á heimasíðu félagsins.
Samskipti við Strandbúnað
Tölvupóstsamskipti vegna Strandbúnað er hægt að sjá á slóðinni: https://lagareldi.is/tolvupostar-til-ad-upplysa/
Hér er fyrst og fremst um að ræða pósta frá árinu 2021 dagsettir 22.04-8.06, 07.10 og 28.10. Það hefur almennt gegnið erfiðlega að fá sanngjörn og heiðarleg viðbrögð frá Strandbúnaði. Samskiptin eru byrjuð að skrifa áhugaverða sögu.
Vinnum faglega og heiðarlega
Ágæti lesandi málið hefur snúist um að fámennur hópur nái ofsagróða og þeir sem hafa verið að þvælast fyrir í þeirri vegferð hefur verið ýtt til hliðar. Því miður hefur Strandbúnaður þvælst inn í þessi átök. Mikilvægt er að þau vinnubrögð sem viðhöfð eru á Strandbúnaði sé faglega og heiðarleg og styrktaraðilar leggi sig fram að svo verði. Vegna þessa bætum við inn á tölvupóstlistann styrktaraðilum Strandbúnaðar.
Vinnan núna
Nú er verið að vinna greinagerðina Arnarlax – Til fjárhagslegs ávinnings sem stuðst verður við og vitnað til í bókinni Lög um fiskeldi – ,,Þetta hefur eftirmála“. Hér er um að ræða ítarlega greinagerð sem gefur gott yfirlit yfir framvinduna og vinnubrögð hjá Arnarlaxi og tengdum aðilum á síðustu ár. Greinagerðin verður send til ykkar í apríl og fleiri munu síðan fylgja í framhaldinu.
Um
Undirritaður hefur unnið við fiskeldi í um 30 ár og komið að fjölmörgum verkefnum fyrir stjórnvöld er tengjast fiskeldi, s.s. komið að skrifum á lögum og reglugerðum. Gagnrýnd hefur verið sú spilling sem hefur átt sér stað við undirbúning og gerð laga um fiskeldi. Í byrjun þessa árs byrjaði undirritaður í hálfu starfi að vinna við samfélagsverkefni gegn spillingu og þið munu reglulega vera upplýst um framgang verkefnisins.
Yfirlit um málið er að finna á slóðinni: https://lagareldi.is/fljotandi-ad-feigdarosi/
Best er að finna allar greinar er tengjast málinu á slóðinni: https://sjavarutvegur.is/?page_id=1017