Áhættumat erfðablöndunar í umhverfismati áætlana

Undirritaður hefur sent inn umsögn við áhættumati erfðablöndunar í umhverfismati áætlana.  

Vegna tímaskorts tókst ekki að klára umsögn í því formi sem stefnt var að.   Í því sambandi er þó bent á að fyrirséð er að undirritaður mun veita áhættumati erfðablöndunar andmæli á næstu árum og þá taka mun betur fyrir ýmsa þætti er varða áhættumatið.  

Áhættumat erfðablöndunar leggur til  umfangsmiklar framleiðsluheimildir  og  aðferðafræði sem  fela  í  sér  brot  á  ýmsum  lögum  og  í  raun  gefur  norskættuðum strokulöxum frjálsan aðgang að veiðiám á eldissvæðum til að hrygna með íslenskum  villtum löxum.  Það sorglega er að áhættumat erfðablöndunar er að valda skaða á  íslenskum laxastofnum á eldissvæðum og hefur lítið sem ekkert með umhverfisvernd að gera. Það er raunar með nokkrum ólíkindum að veitt sé lagaheimild á Alþingi Íslendinga fyrir því að erfðablanda megi villtan íslenskan lax með innleiðingu áhættumats erfðablöndunar.

Hægt er að sækja greinagerðina HÉR