Lög um fiskeldi og ólígarkar

Í fyrstu greininni af sextán í Morgunblaðinu var komist þannig að orði ,,undirritaður mun sýna fram á í nokkrum greinum að framin hafa verið alvarlega stjórnsýslubrot þar sem stærstu laxeldisfyrirtæki Íslands höfðu mikla aðkomu að breytingu nýgerða fiskeldislaga“.  Í greininni var rakið hvað hafði verið gert til að reyna að vekja athygli stjórnmálamanna á málinu án þess að þeir hefðu fyrir því að svara eða þakka fyrir ábendingarnar. Ítrekað hefur verið farið fram á að gerð verði opinber rannsókn m.a. beiðni til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis og umboðsmanns Alþingis, án þess að það hafi skilað árangri.

Greining (pdf skjal) í Morgunblaðinu HÉR