Stór laxeldisfyrirtæki og lítil sjávarútvegsfyrirtæki?

Í skýrslu starfshóps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stefnumótun í fiskeldi frá 2017 var ,,lagst gegn því að setja hámark á framleiðslumagn eins rekstrarleyfishafa þar sem mikilvægt er að byggja á stærðarhagkvæmni rekstursins“.   Talið var að slíkt ákvæði skapaði fjárhagslega óvissu og yrðu erfið í framkvæmd.  Stjórnarformenn Arnarlax og Fiskeldi Austfjarða voru í stefnumótunarhópnum og með því að koma í veg fyrir að sett yrði hindrun á stærð fiskeldisfyrirtækja gátu þeir tryggt sér meiri fjárhagslegan ávinning.

Pdf skjal af greininni í Morgunblaðinu