Verðmæti eldisleyfa sem eru í eigu útlendinga

Skýrsla starfshóps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stefnumótun í fiskeldi sem gefin var út 23. ágúst 2017 lagði grunn að eignarhaldi og miklum fjárhagslegum ávinningi erlendra fjárfesta og íslenskra leppa þeirra.  Stjórnarformenn Arnarlax og Fiskeldis Austfjarða voru  þátttakendur í starfshópnum sem sömdu leikreglurnar sjálfum sér og sínum til fjárhagslega ávinnings.  Málið fór síðan í gegnum alla stjórnsýsluna með litlum breytingum og var samþykkt á Alþingi Íslendinga á árinu 2019.  Drifkrafturinn hefur verið að tryggja sér sem mest af eldissvæðum fyrir sjókvíaeldi á laxi, síðan skrá laxeldisfyrirtækin á erlendan markað og ná mikilli hækkun í hafi sem fyrst og fremst liggur í verðmætum eldisleyfa. Eitthvað hefði verið sagt ef þetta hefði verið framgangan varðandi regluverk í kringum íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið.   

Áhættumat erfðablöndunar er notað til að úthluta framleiðsluheimildum til laxeldisfyrirtækja í meirihlutaeigu erlendra aðila og hefur lítið sem ekkert með umverfisvernd að gera. Höfundur hefur skrifaður fjöldi greina um vankanta áhættumats erfðablöndunar í Bændablaðinu. 

Pdf skjal af greininni í Bændablaðinu