Lögum fiskeldi – Verðmæti eldisleyfa Arnarlax

Skýrsla starfshóps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stefnumótun í fiskeldi sem gefin var út 23. ágúst 2017 lagði grunn að eignarhaldi og miklum fjárhagslegum ávinningi íslenskra leppa og erlendra fjárfesta.  Hér er verið að fjalla um hvernig þröngur hópur hagsmunaðila sömdu leikreglurnar sjálfum sér og sínum til fjárhagslega ávinnings sem áður hefur verið fjallað um í Morgunblaðinu. Málið fór síðan í gegnum alla stjórnsýsluna með litlum breytingum og var samþykkt á Alþingi Íslendinga á árinu 2019. Uppbygging laxeldis á Íslandi tekur fyrst og fremst mið af því að tryggja fárhagslegan ávinning íslenskra leppa og erlendra fjárfesta.

Greinin í Morgunblaðinu (pdf skjal)