Margir firðir á Íslandi gefa gott skjól til sjókvíaeldis og eru að því leyti auðlind. Til að leggja grunn að miklum fjárhagslegum ávinningi fyrir útlendinga þurfti að semja leikreglur sem hentuðu erlendum fjárfestum. Skýrsla starfshóps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stefnumótun í fiskeldi sem gefin var út 23. ágúst 2017 leggur grunn að eignarhaldi og miklum fjárhagslegum ávinningi erlendra aðila við uppbyggingu sjókvíaeldis á laxi á Íslandi. Í starfshópnum var þröngur hópur hagsmunaaðila sem vann fyrst og fremst að því að tryggja sína sérhagsmuni, ásamt opinberum aðilum sem ekki voru að vinna sína heimavinnu. Málið fór síðan í gegnum alla stjórnsýsluna með litlum breytingum og var samþykkt á Alþingi Íslendinga á árinu 2019.
Greinin í Bændablaðinu 08.07.2021