Þann 28. maí 2019 var send beiðni til Umboðsmann Alþingis og óskað eftir opinberri úttekt vegna þeirra alvarlegu annmarka á vinnubrögðum starfshóps um stefnumótun í fiskeldi. Þann 7. júní var beiðninni svarað en þó er virtist án þess að framgangur næðist í málinu. Þann 10. desember 2019 var send ítrekun til Umboðsmanns Alþingis og m.a. bent á að fjölmargir tölvupóstar hafi verið sendir til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og auglýst eftir viðbrögðum án þess að svör hafi borist. Þann 18. júní 2021 var aftur ítrekað við Umboðsmann Alþingis og nú með kvörtun um að Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis svarar ekki beiðnum mínum um opinbera rannsókn. Framvinda hefur nú verið í málinu þannig að það hefur fengið númerið 11183/2021 í málaskrá embættisins. Í svari umboðsmanns kemur fram að honum bresti lagaskilyrði til að taka á þessu máli.