Lög um fiskeldi – Stefnumótun stjórnvalda um fiskeldi varð að stefnumótun sérhagsmunaaðila – Og nokkrir ,,kössuðu“ inn

Þann 6. október 2016 birtist frétt á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis þar sem m.a. var  boðuð vinna við stefnumótun á fiskeldi. ,,Sett verður af stað vinna við stefnumótun fyrir allt fiskeldi á Íslandi. Í þeirri vinnu verður m.a. fjallað um umhverfisþætti, stjórnsýslu, gjaldtöku, útgáfu rekstrarleyfa, menntunarmál ásamt efnahags- og samfélagslegum þáttum“.  Jafnframt var bent á að ,,mikilvægt er að skilyrði og umgjörð um greinina séu eins og best verður á kosið og í sem mestri sátt bæði við samfélag og  umhverfi“.  Var það gert? Morgunblaðið 19. Maí 20121