Ársskýrsla dýralæknis fisksjúkdóma

Ársskýrsla dýralæknis fisksjúkdóma fyrir árið 2020 er fróðleg eins og á síðustu árum.  Það er ekki mikið um fisksjúkdóma á Íslandi en fjallað er um margt annað en fisksjúkdóma í árskýrslunni.

Samtals voru 53 eldisstöðvar í fullum rekstri árið 2020 og af þeim voru fjórar með lax í sjókvíum í 7 fjörðum og þrjár með regnbogasilung í sjókvíum í 3 fjörðum. Öll önnur eldisfyrirtæki voru með starfsemi sína á landi í ýmsum útfærslum.

Heilbrigðismál voru heilt yfir með allra besta móti. Engir nýir alvarlegir smitsjúkdómar gerðu vart við sig og þá hefur mikið áunnist í útrýmingu nýrnaveiki sem var eldisgreininni fremur strembin um árabil.

Sjá meira hér

Pdf skjal af Ársskýrsla dýralæknis fisksjúkdóma