Að vekja athygli á málinu

Forsvarsmenn laxeldisfyrirtækja í meirihlutaeigu erlendra aðila, tóku auðlindina, sömdu leikreglur til að setja leyfisveitingarferlið í hagstæðan farveg og fóru með tillögurnar í gegnum alla stjórnsýsluna og löggjafavaldið, sjálfum sér og sínum til fjárahagslegs ávinnings. Sumir kalla aðferðafærðina íslensku leiðina þar sem siðferðinu er ýtt til hliðar og fjárhagslegur ávinningur þröngs hóps ræður för.  Valdimar Ingi Gunnarsson hefur vakið athygli á þessum vinnubrögðum í fjölda greina sem skrifaðar voru í blöð á árinu 2020.