Það er búið að lögfesta heimild til erfðablöndunar á villtum íslenskum laxastofnum

Áhættumat erfðablöndunar felur í sér erfðablöndum á villtum íslenskum laxastofnum, sérstaklega í veiðiám á eldissvæðum. Í þessu samhengi má benda á athugasemd eins veiðiréttarhafa með fiskeldisfrumvarpinu; ,,það er raunar með nokkrum ólíkindum að veitt sé lagaheimild fyrir því að erfðablanda megi villtan íslenskan lax“.  Ísland nýtur þeirrar vafasömu sérstöðu að virðist vera eina landið þar sem búið er að staðfesta í lögum samþykkt á Alþingi Íslendinga að heimila erfðablöndun á villtum laxi.