Áhættumat erfðablöndunar – Of fá veiðivötn skilgreind

Forsendur eru vafasamar eða beinlínis rangar í Áhættumati erfðablöndunar sem samþykkt var með lögum frá Alþingi Íslendinga árið 2019. Tvær mikilvægar lykilforsendur er verulega ábótavant í Áhættumati erfðablöndunar sem gerir niðurstöður úr líkaninu marklausar, en þær eru:

  • Dreifing strokulaxa er mun minni en gert er ráð fyrir.
  • Veiðivötn með laxalykt sem strokulax gengur upp í eru mun fleiri en gert er ráð fyrir.