Ársskýrsla Dýralæknis fisksjúkdóma

Árið 2019 var á heildina litið farsælt á flestum sviðum íslensks fiskeldis og framleiðsla til slátrunar umfram bjartsýnar væntingar. Ytri aðstæður voru hagstæðar, ekki síst er varðar markaðsmál og náttúruöfl. Eitt versta fárviðri í áratugi fór óblíðum höndum um mest allt land aðra vikuna í desember, en bæði eldismenn og mannvirki voru vel viðbún þannig að hvergi hlaust tjón af. Slíkur veðurhamur getur þó haft óbein áhrif á kvíafisk og jafnvel leitt til tímabundinna affalla sem erfitt getur reynst að verjast. …………. Lesa meira