Auglýst eftir viðbröðgum

Undirritaður sendi öllum alþingismönnum bréf síðastliðið vor þar sem m.a. var vakin athygli á vinnubrögðum starfshóps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stefnumótun í fiskeldi, en starfshópurinn skilaði skýrslu 23. ágúst 2017. Þær breytingar sem Alþingi samþykkti síðastliðið vor að gera á lögum nr. 71/2008 um fiskeldi byggðust að mestu leyti á skýrslu starfshópsins. Undirritaður gerði alvarlegar athugasemdir við vinnubrögðs fyrrnefnds starfshóps og vakti athygli á því að þau kynnu í ákveðnum tilvikum að fara gegn ákvæðum stjórnsýslulaga.

Spurt er hvort það geti talist eðlilegt að ákveðnir aðilar sem hafa gríðarlega hagsmuna að gæta komi að undirbúningi og gerð breytinga á lögum um fiskeldi sem fela í sér fjárhagslegan ávinning fyrir viðkomandi.

Farið var formlega fram á það við stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis að nefndin tæki málið til rannsóknar og eftir atvikum skipaði óháðan rannsóknaraðila. Undirritaður hefur sent fjölmarga tölvupósta til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis án þess að þeim erindum hafi verið svarað efnislega.

Auglýsing sem birtist í Morgunblaðinu 14.11.2019