Nú er auglýst eftir viðbrögðum

Málið varðar athugasemdir við lög um fiskeldi sem samþykkt voru í vor. Gerðar voru alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð starfshóps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stefnumótun í fiskeldi sem fiskeldisfrumvarpið byggir á. Jafnframt voru gerðar athugasemdir við svokallað „Áhættumat erfðablöndunar“, sem starfshópurinn byggði niðurstöður sínar að hluta til á.

  1. Þann 29. mars 2019 sendi undirritaður umsögn vegna frumvarps til laga um breytingar á ýmsum lagaákvæðum sem tengjast fiskeldi.
  2. Þann 20. maí 2019 sendi undirritaður tölvupóst til stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis og allir alþingismenn fengu afrit.
  3. Þann 30. maí 2019 var send beiðni til Umboðsmann Alþingis og óskað eftir opinberri úttekt vegna þeirra alvarlegu annmarka á vinnubrögðum starfshóps um stefnumótun í fiskeldi.
  4. Þann 11. júní 2019 var sendur póstur til fjölmiðla og þar sem þeir voru hvattir til að kynna sér málið vel og jafnframt að viðhafa faglega og góða rannsóknablaðamennsku við umfjöllun sína um þetta mál.
  5. Beiðni um opinbera úttekt hefur verið ítrekuð nokkrum sinnum við stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.
  6. Þann 17. október 2019 var byrjað að auglýsa í fjölmiðlum eftir viðbrögðum varðandi beiðni um opinbera úttekt.

Lesa meira