Sendar hafa verið inn athugasemdir við fiskeldisfrumvarpið sem nú er til meðferðar á Alþingi og gert margar alvarlegar athugasemdir. Ef frumvarpið verður samþykkt óbreytt munu Íslendingar standa að baki nágrannalöndum í umhverfismálum laxeldis er varðar erfðablöndun, laxalús, heilbrigðismál og lífrænt álag. Það er því full ástæða til að staldra við, láta fara fram faglega vinnu með aðstoð og ráðgjöf erlendra sérfræðinga frá löndum sem standa fremst í umhverfismálum laxeldis.
Gerðar eru alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð starfshóps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stefnumótun í fiskeldi sem fiskeldisfrumvarpið byggir á. Jafnframt hafa verið gerðar athugasemdir við svokallað „Áhættumat erfðablöndunar“, sem starfshópurinn byggði niðurstöður sínar að hluta til á.