Ársskýrsla dýralæknis fisksjúkdóma

Alls var slátrað 19.077 tonnum af eldisfiski á liðnu ári og dróst heildarframleiðsla saman um tæp 9% á milli ára. Þar vó þyngst kröftugur samdráttur í eldi regnbogasilungs sem fór úr 4.628 tonnum og niður í 295 tonn og má segja að hann sé kominn niður í þær tölur sem algengar voru fyrir nokkrum árum síðan. Framleiðsla á laxi jókst um rúm 2.000
tonn, eða tæp 20%. Þrátt fyrir samdrátt hjá Arnarlaxi vegur upp að tveir nýir framleiðendur hófu slátrun á Austfjörðum á liðnu ári og árið 2019 hefst slátrun hjá nýjum aðila á Vestfjörðum. Þá varð einnig rúm 10% auknin í slátrun á bleikju, en eldi þorsks og senegalflúru stendur í stað.

Skýrsluna er hægt að sækja HÉR