Dagskrá Sjávarútvegsráðstefnunnar

Næsta Sjávarútvegsráðstefna verður haldin í Hörpu dagana 15.-16. nóvember. Á Sjávarútvegsráðstefnunni 2018 verða 17 málstofur og er nú búið að skipuleggja 15 málstofur og í þeim verða flutt 75 erindi. Í tveimur málstofum eru keypt erindi og verða þær kynntar seinna. Það sem tekið verður fyrir á Sjávarútvegsráðstefnunni 2018 er m.a.: Markaðsmál, vottanir, umhverfismál, hönnun, starfsumhverfi, greiningar, framtíðartækni, uppruni, vörumerki og margt fleira. Í fyrsta skipti verður nú sérstök nemendamálstofa og hraðstefnumót – Samtal forsvarsmanna í sjávarútvegi og nema.

Dagskrá Sjávarútvegsráðstefnunnar 2018