Ný reglugerð

reglugerð nr. 300/2018 um velferð lagardýra, varnir gegn sjúkdómum og heilbrigðiseftirlit með eldisstöðvum. Reglugerðin byggir á gömlum merg (reglugerð nr. 403/1986), en sú nýja hnykkir betur á helstu velferðarþáttum við eldisaðstæður og ákveðnum vörnum gegn smitsjúkdómum. Þeim sem reka reka slátrun og vinnslu á eldisfiski með frárennsli í sjó þar sem stundað er fiskeldi þurfið að huga sérstaklega að næst síðustu málsgrein í 15. grein um smitvarnir (sjá einnig bráðabirgðaákvæði á öftustu síðu þar sem finna má „sólarlagsákvæði“ um tímafrest til aðgerða). Dýralæknir fisksjúkdóma bendir á að þessi liður í smitvörnum hefur lengi staðið til og er í takt við það sem helstu fiskeldisþjóðir hafa stundað um árabil.