Ársskýrsla Dýralæknis fisksjúkdóma

Ársskýrsla Dýralæknis fisksjúkdóma er nú komin út. Hægt er að sækja árskýrsluna HÉR. Í árskýrslunni kemur m.a. eftirfarandi fram:

,,Fiskeldisárið 2017 var að mörgu leyti keimlíkt forvera sínum, en þó settu ákveðnir þættir mark sitt á árið. Heilt yfir má segja að flóra eldisfyrirtækja samanstandi af örfáum en fremur stórum og framsæknum félögum sem leita leiða til að auka framleiðsluna en lang flestar stöðvarnar eru litlar og með stöðuga framleiðslu frá ári til árs. Af þeim 53 eldisstöðvum sem voru starfandi á árinu voru fjórar með lax í sjókvíum, fimm með regnbogasilung í sjó og eitt með bleikju í sjávarlóni. Öll önnur eldisfyrirtæki voru með starfsemi sína á landi. Örlítið mun draga úr fjölda stöðva á þessu ári, en viðbúið er að einhverjir einyrkjar hætti rekstri. Þessi sprotafyrirtæki kvarta yfir að lítið tillit sé tekið til frumkvöðlastarfsemi í þróunar- og uppbyggingarfasa og starfsemin heimsótt ótt og títt til eftirlits og álögur líkt og um stórfyrirtæki væri að ræða. Uppbygging nýrra klak- og seiðaeldisstöðva er enn ákveðinn flöskuháls og miðað við stöðuna í dag er ekki við því að búast að framleiðsla í laxeldi fari mikið yfir 22.000 tonn á næstu árum”.