Strandbúnaður – Dagskrádrög ráðstefnunnar

Strandbúnaður, ráðstefna fyrir fiskeldi, skeldýra- og þörungarækt. Fyrsta verkefni Strandbúnaðar er að halda ráðstefnu á Grand Hótel Reykjavík dagana 13. – 14. mars 2017.  Hægt er að sækja dagskrádrög HÉR.

Strandbúnaður

Tilgangur félagsins er að stuðla að faglegri og fræðandi umfjöllun um strandbúnað og styðja þannig við menntun, rannsóknir, þróun og stefnumótun greinarinnar. Félagið er ekki hagsmunasamtök einstakra hópa og vinnur ekki að hagsmunagæslu.

Hvað er Strandbúnaður?

Strandbúnaður er samheiti yfir atvinnugreinar sem tengjast nýtingu land- og/eða sjávargæða í og við strandlengju landsins, hvort sem um ræktun eða eldi er að ræða.

Ráðstefnan

Á Strandbúnaði 2017 verða eftirtaldar málstofur:

  • Strandbúnaður á Íslandi: Staða, framtíðarsýn og skipulag
  • Framtíð bleikjueldis á Íslandi
  • Þörungarækt og nýting þörunga
  • Ræktun bláskeljar
  • Menntun í strandbúnaði
  • Framtíð laxeldis og umhverfismál
  • Vaxtarsprotar strandbúnaðar
  • Samantekt úr málstofum