Sjávarútvegsráðstefnan-Erindi og myndir

Nú er hægt að sækja flest öll erindi sem haldin voru á Sjávarútvegsráðstefnunni á vef ráðstefnunnar undir liðnum Dagskrá 2016. Jafnframt er hægt að sækja myndir á vef ráðstefnunnar.

Þátttakendur

Skráðir þátttakendur Sjávarútvegsráðstefnuni voru um 800 og hafa aldrei verið fleiri og voru sumir ráðstefnusalir þétt setnir. Það sem fer fram utan ráðstefnusala er einnig mikilvægt, en Sjávarútvegsráðstefnan er vettvangur þar sem menn hittast, styrkja sambönd og samstarf í greininni.
Margir fiskeldismenn voru á málstofunni Laxeldi á Íslandi í alþjóðlegri samkeppni – Staða – Framtíðarsýn -Stefna. Vel tókst til með málstofuna og voru ráðstefnugestir flestir um 250 manns.