Laxeldi hefur verið töluvert í umræðunni hér á landi og mikill áhugi er á greininni sem stendur frammi fyrir krefjandi áskorunum. Af þessum ástæðum hefur verið ákveðið að hafa tvær veglegar málstofur tileinkaðar fiskeldinu á Sjávarútvegsráðstefnunni og bjóða upp á fjölbreytt efni, sett fram af færustu mönnum á sínu sviði. Markmiðið með þessum tveimur málstofum um fiskeldi er að skýra núverandi stöðu greinarinnar og leggja grunn að stefnumótun hennar hér á landi með því að sækja í reynslu, þekkingu og yfirsýn erlendra fagaðila og byggja áframhaldandi umræðu á staðreyndum. Eftirfarandi fiskeldiserindi verða flutt á Sjávarútvegsráðstefnunni sem haldin verður í Hörpu dagana 24.-25. nóvember:
- Staða fiskeldis á Íslandi og áskoranir, Höskuldur Steinarsson, Landssamband fiskeldisstöðva
- Salmon farming – Food production’s ugly duckling? Peder Strand, Arctic Securities
Innovation as a driver of growth in the Scottish fish farming industry, Heather Jones, Scottish Aquaculture Innovation Centre - Hvað má læra af Norðmönnum, og hvað alls ekki, í þróun íslenska eldisins, Gunnar Davíðsson, Fylkisstjórn Troms fylkis
- Large Smolts in Salmon Farming, Ragnar Joensen, Marine Harvest
- When will we operate fish farming with an iPhone? Jostein Refsnes, Triton, Noregi
- Tækni, Aðferðir, Nýjungar, Benedikt Hálfdanarson, Vaki fiskeldiskerfi
- Latest innovations and developments in well boat services, Roger Halsebakk, Sølvtrans Noregi
- How to position premium salmon from Iceland, Kristian Matthíasson, Arnarlax
Nánari upplýsingar á sjavarutvegsradstefnan.is