Opinn fundur um fiskeldismál á Djúpavogi

Opinn fundur um fiskeldismál verður haldinn þann 18. október kl. 13:00 – 15:00 á Hótel Framtíð, Djúpavogi.

Fundardagskrá
Staðan og horfur í fiskeldi á Íslandi,  Höskuldur Steinarsson frá Landssambandi fiskeldisstöðva
Umhverfiskilyrði til fiskeldis,  Hafrannsóknarstofnun
Reglugerðir og framkvæmd, Soffía Karen Magnúsdóttir, fagsviðsstjóri fiskeldis hjá MAST
Mat á umhverfisáhrifum og fiskeldi í sjó,  Sigmar Arnar Steingrímsson, sérfræðingur frá Skipulagsstofnun
Starfsleyfi í fiskeldi,  Umhverfisstofnun
Fiskeldi Austfjarða,  Guðmundur Gíslason framkvæmdastjóri
„Sjókvíaeldi á Vestfjörðum“ reynsla fjórðungsins,  Valgeir Ægir Ingólfsson frá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða
Pallborðsumræður

Fiskeldi Austfjarða býður fundargestum að skoða vinnslu þeirra að fundi loknum.
Hótel Framtíð verður með hádegisverðartilboð.

Við hvetjum alla áhugasama til að mæta

Upplýsingar veitir Jónína Brynjólfsdóttir, verkefnastjóri hjá Austurbrú, jonina@austurbru.is

Hægt er að sækja PDF skjal af HÉR