Strandbúnaður

Fóðurfræði---fodradi

Strandbúnaður, ráðstefna fyrir fiskeldi, skeldýra- og þörungarækt. Hlutverk vettvangsins er að stuðla að faglegri og fræðandi umfjöllun um strandbúnað og styðja þannig við menntun, rannsóknir, þróun og stefnumótun.

Nýr vettvangur
Vettvangurinn hefur fengið heitið Strandbúnaður og er hlutverk hans að stuðla að faglegri og fræðandi umfjöllun um strandbúnað og styðja þannig við menntun, rannsóknir, þróun og stefnumótun. Samstarfsvettvangurinn er ekki hagsmunasamtök einstakra hópa og vinnur ekki að hagsmunagæslu. Drög að lögum félagsins er að finna HÉR.

Vettvangurinn mun m.a. halda árlega ráðstefnu og þar verður Sjávarútvegsráðstefnan höfð til fyrirmyndar.

Hugmyndin
Hugmyndin er að skapa vettvang allra þeirra sem koma að strandbúnaði á Íslandi. Innan þessa hóps eru þeir sem starfa við þörungarækt, skeldýrarækt, seiðaeldi, matfiskeldi, sölu og markaðssetningu, fóðurframleiðendur, tækjaframleiðendur og aðrir þjónustuaðilar, rannsóknastofnanir, menntastofnanir, ráðuneyti og stofnanir þeirra.

Árleg ráðstefna
Vettvangurinn mun halda ráðstefnu í febrúar á hverju ári til að ná saman á einum stað þversneið af greininni til að vinna að framförum og sókn. Ráðstefnan er vettvangur þar sem menn hittast, styrkja sambönd og samstarf í greininni. Á ráðstefnunni er fjallað um mikilvæg viðfangsefni á sviði fiskeldis, kræklinga- og þörungaræktar og vonast er til að hún verði uppspretta hugmynda og hvatning til góðra verka. Í aðdraganda eða í lok ráðstefnu er kjörið tækifæri að halda aðalfundi samtaka, námskeið, kynningarfundi og fá þannig fjölda manns innan greinarinnar á Strandbúnaðarvikuna.

Ávinningur þátttakenda
Þátttaka í stofnun vettvangsins getur verið samfélagsverkefni hjá þínu fyrirtæki til að styrkja gott málefni sem allur Strandbúnaðurinn mun njóta góðs af. Með því að gerast hluthafi gefst jafnframt tækifæri á að koma að stefnumótun vettvangsins á næstu árum.

Hluthafar fá tvo frímiða á fyrstu ráðstefnu vettvangsins fyrir hverjar 100.000 krónur sem lagt er fram í hlutafé. Þeir sem leggja fram hlutafé upp á 200.000 kr eða meira fá hálfa blaðsíðu til að kynna sitt fyrirtæki í ráðstefnuheftinu.

Við leitum eftir hluthöfum
Vilt þú gerast hluthafi og styrkja gott málefni ? Hlutafé félagsins verði 50 hlutir, 5.000.000 krónur og skiptist það í jafn marka hluti sem hver er að fjárhæð 100.000 króna. Enginn lögaðili má eiga meira en 10% hlutafjárins. Enginn arður er greiddur til hluthafa og hagnaður er settur í varasjóð og nýttur til fjármögnunar á ráðstefnum og annarra verkefna félagsins.

Undirbúningshópur
Nokkrir aðilar hafa fram að þessu komið að undirbúningi vettvangsins en þeir eru:
• Landssamband fiskeldisstöðva (Höskuldur Steinarsson)
• SKELRÆKT, samtök skelræktenda (Elvar Árni Lund)
• Fulltrúi frá þörungaræktendum (Sjöfn Sigurgísladóttir)
• Fulltrúi frá þjónustufyrirtæki (Hermann Kristjánsson)
• Fulltrúar frá opinberum stofnunum (Sveinn Margeirsson/Arnljótur Bjarki Bergsson/Erla Björk Örnólfsdóttir)
• Valdimar Ingi Gunnarsson, Sjávarútvegsþjónustan

Stofnfundur

Ef þú vilt styðja gott málefni og gerast hluthafi vinsamlega sendu tölvupóst á valdimar@sjavarutvegur.is fyrir 15. október.

Stofnfundur verður í fundarsalnum Brúin í Húsi sjávarklasans, Grandagarði 16, föstudaginn 21. október, klukkan 14:00. Nánari upplýsingar um stofnfund verða sendar seinna.