Landeldisstöð Matorku

postur-matorka

 

Bygging á fyrirhugaðri landeldisstöð Matorku í Grindavík hefur verið í umræðunni í allnokkur tíma. „Nú loksins eftir mikinn undirbúning er fjármögnun fiskeldisfyrirtækisins Matorku til verulegar uppbyggingar fiskeldisstöðvar í Grindavík lokið.  Búið er að bjóða út verkið og verið er að vinna í verksamning við verktaka um mannvirkin. 

Stefnt er að því að byrja framkvæmdir á næstunni. Hin nýja eldisstöð mun fullbyggð búa til 40 ný störf og afla um 20 milljóna dollara í erlendum gjaldeyri fyrir þjóðarbúið,“ segir Árni Páll Einarsson, framkvæmdastjóri Matorku, í samtali við kvotinn.is

Lokið við öflun á hlutafé
Nú nýverið lauk félagið við sölu á rúmlega 5,5 milljónum dollara af hlutafé, sem mun gefa félaginu burði til þess að byggja fyrri hluta nýju eldisstöðvarinnar, en í viðbót við þetta nýja hlutafé hefur félagið einnig tryggt sér aðgang að lánsfjármögnun. Meirihluti fjárfestana í þessu hlutafjárútboði eru erlendir fagfjárfestar.

Hollenska fjárfestingafélagið Aqua Spark hefur fjárfest 2,5 milljónir USD í bleikjueldisstöð Matorku en það kemur fram í vefmiðlinum  fishfarmingexpert.com

1.500 tonn í fyrsta áfanga
Fyrsti áfangi verður 1.500 tonn, en  þegar uppbyggingu verður lokið miðað við núverandi leyfi verður afkastagetan 3.000 tonn, bæði lax og bleikja. Seiðaframleiðslan verður áfram að Fellsmúla þar sem smávegis selta er í vatninu í Grindavík, sem hentar einkar illa fyrir seiðaeldi,“ segir Árni Páll í samtali við kvotinn.is