Arnarlax og Fjarðalax sameinast

Postur-ArnarlaxArnarlax og Fjarðalax hafa skrifað undir samning um sameiningu. Í frétt í Viðskiptablaðinu kom  fram  að Arnarlax og Fjarðalax hafi skrifað undir samning um sameiningu félaganna undir nafni Arnarlax. Gert er ráð fyrir að sameiningin taki gildi fyrir lok júní.Samhliða mun Salmar, eitt stærsta laxeldisfyrirtæki í heimi, koma með afgerandi hætti inn í hluthafahóp Arnarlax og mun verða kjölfestufjárfestir með Bíldælingunum og feðgunum Matthíasi Garðarssyni og Kristian Matthíassyni.