MÆLABORÐ FISKELDISINS OPNAÐ

Með Mælaborði fiskeldis eru allar helstu upplýsingar um stöðu fiskeldis í sjó og á landi orðnar aðgengilegar á einum stað til hagsbóta fyrir almenning og stjórnvöld. Þetta tímamótaskref að stjórnvöld eigi frumkvæði að birtingu þessara upplýsinga er í samræmi við þá stefnumörkun við breytingu á lögum um fiskeldi 2019 að auka gagnsæi í starfsemi greinarinnar. Þessi birting tryggir um leið heildstæðari yfirsýn yfir stöðu og þróun greinarinnar, sem er mikilvægt fyrir alla hlutaðeigandi.

Mælaborð fiskeldis

Lífeyrir almennings notaður til að fjármagna íslensku leiðina

Í upphafi skyldi endinn skoða, sem eflaust hefur verið gert af íslenskum frumkvöðlum sem sóttu um fjölda eldissvæða fyrir laxeldi í sjókvíum. Auðlindin (íslenskir firðir) er verðmæti og til að hún gæti skapað fjárhagslegan ávinning þurfti að fá leyfi en mikil tregða var í leyfisveitingarkerfinu.  Til að liðka fyrir þurfti því að setja málið í ákveðinn farveg, útbúa leikreglur sem síðan var gengið með í gegnum stjórnsýsluna til að tryggja laxeldisfyrirtækjum í meirihlutaeigu erlendra aðila fjárhagslegan ávinning.  Ferlinu lauk síðan með því að íslenskir lífeyrissjóðir voru dregnir að borðinu.

Hægt að sækja pdf skjal af greininni HÉR

Fiskeldisfréttir fjalla um litlu laxastofnana

Til að hægt væri að úthluta nægilegum framleiðsluheimildum til laxeldisfyrirtækja í meirihlutaeigu erlendra aðila var litlu laxastofnunum fórnað. Það er með ólíkindum að svona vinnubrögð viðgangist á 21. öld hvorki íslenskri náttúru eða laxeldi í sjókvíum til hagsbóta þegar horft er til framtíðar.

Sækja Fiskeldisfréttir HÉR

Ársskýrsla dýralæknis fisksjúkdóma

Ársskýrsla dýralæknis fisksjúkdóma fyrir árið 2020 er fróðleg eins og á síðustu árum.  Það er ekki mikið um fisksjúkdóma á Íslandi en fjallað er um margt annað en fisksjúkdóma í árskýrslunni.

Samtals voru 53 eldisstöðvar í fullum rekstri árið 2020 og af þeim voru fjórar með lax í sjókvíum í 7 fjörðum og þrjár með regnbogasilung í sjókvíum í 3 fjörðum. Öll önnur eldisfyrirtæki voru með starfsemi sína á landi í ýmsum útfærslum.

Heilbrigðismál voru heilt yfir með allra besta móti. Engir nýir alvarlegir smitsjúkdómar gerðu vart við sig og þá hefur mikið áunnist í útrýmingu nýrnaveiki sem var eldisgreininni fremur strembin um árabil.

Sjá meira hér

Pdf skjal af Ársskýrsla dýralæknis fisksjúkdóma

Áhættumat erfðablöndunar verkfæri íslensku leiðarinnar

Þann 19. júlí 2019 tóku í gildi breytt lög um fiskeldi nr. 71/2008 og þar var m.a. áhættumat erfðablöndunar lögfest.  Hafrannsóknastofnun hannaði áhættumatið og í skýrslu starfshóps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stefnumótun í fiskeldi sem gefin var út árið 2017 var lagt til að lögfesta áhættumatið.  Í greinagerð með frumvarpinu kemur fram að stefna stjórnvalda sé að gæta ýtrustu varúðar þar sem ,,sjálfbær þróun og vernd lífríkis er höfð að leiðarljósi“ og í því samhengi mikilvægt að lögfesta áhættumat erfðablöndunar. En er í raun gætt ýtrustu varúðar?

Greinin í Morgunblaðinu

Lesa meira

Að vekja athygli á málinu

Forsvarsmenn laxeldisfyrirtækja í meirihlutaeigu erlendra aðila, tóku auðlindina, sömdu leikreglur til að setja leyfisveitingarferlið í hagstæðan farveg og fóru með tillögurnar í gegnum alla stjórnsýsluna og löggjafavaldið, sjálfum sér og sínum til fjárahagslegs ávinnings. Sumir kalla aðferðafærðina íslensku leiðina þar sem siðferðinu er ýtt til hliðar og fjárhagslegur ávinningur þröngs hóps ræður för.  Valdimar Ingi Gunnarsson hefur vakið athygli á þessum vinnubrögðum í fjölda greina sem skrifaðar voru í blöð á árinu 2020.