Beiðni um opinbera rannsókn
Í fyrri pósti hér að neðan kemur fram að þann 20. maí 2019 hafi undirritaður sent tölvupóst til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis og allir alþingismenn fengu afrit. Þar var óskað eftir að gerð væri opinbera rannsókn vegna alvarlegra annmarka á vinnubrögðum starfshóps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stefnumótun í fiskeldi. Þessari beiðni var svarað með því að svara engu. Nokkrum sinnum var beiðnin ítrekuð við stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í tölvupóstum og auglýst í fjölmiðlum án árangurs. Nú er farið fram á að forsætisráðherra beiti sér fyrir því að þessi rannsókn verði gerð (fylgiskjal 1). Hér ber sérstaklega að skoða hvernig fulltrúar erlendra fjárfesta í stefnumótunarhópnum gátu hannað leikreglurnar í gegnum opinbera stefnumótun, skjalfest í lögum samþykkt á Alþingi Íslendinga, sjálfum sér og sínum fyrirtækjum til fjárhagslegs ávinnings á kostnað annarra.
Read more… →