Þættir N4 um fiskeldi

FISKELDI – SAMFÉLAGSLEG ÁHRIF – VESTFIRÐIR – Fiskeldi hefur aukist mikið á Vestfjörðum a undanförnum árum, með tilheyrandi atvinnuuppbyggingu. Íbúum á sunnanverðum Vestfjörðum fjölgar. Í þessari nýju þáttaröð á N4 er fjallað um starfsemi fiskeldisfyrirtækjanna á Vestfjörðum og samfélagsleg áhrf þeirra. N4 gerir tvo þætti um fiskeldi á Vestfjörðum og einnig tvo þætti um fiskeldi á Austurlandi.

Spilari – N4

Lög um fiskeldi – Stefnumótun stjórnvalda um fiskeldi varð að stefnumótun sérhagsmunaaðila – Og nokkrir ,,kössuðu“ inn

Þann 6. október 2016 birtist frétt á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis þar sem m.a. var  boðuð vinna við stefnumótun á fiskeldi. ,,Sett verður af stað vinna við stefnumótun fyrir allt fiskeldi á Íslandi. Í þeirri vinnu verður m.a. fjallað um umhverfisþætti, stjórnsýslu, gjaldtöku, útgáfu rekstrarleyfa, menntunarmál ásamt efnahags- og samfélagslegum þáttum“.  Jafnframt var bent á að ,,mikilvægt er að skilyrði og umgjörð um greinina séu eins og best verður á kosið og í sem mestri sátt bæði við samfélag og  umhverfi“.  Var það gert? Morgunblaðið 19. Maí 20121

MÆLABORÐ FISKELDISINS OPNAÐ

Með Mælaborði fiskeldis eru allar helstu upplýsingar um stöðu fiskeldis í sjó og á landi orðnar aðgengilegar á einum stað til hagsbóta fyrir almenning og stjórnvöld. Þetta tímamótaskref að stjórnvöld eigi frumkvæði að birtingu þessara upplýsinga er í samræmi við þá stefnumörkun við breytingu á lögum um fiskeldi 2019 að auka gagnsæi í starfsemi greinarinnar. Þessi birting tryggir um leið heildstæðari yfirsýn yfir stöðu og þróun greinarinnar, sem er mikilvægt fyrir alla hlutaðeigandi.

Mælaborð fiskeldis

Lífeyrir almennings notaður til að fjármagna íslensku leiðina

Í upphafi skyldi endinn skoða, sem eflaust hefur verið gert af íslenskum frumkvöðlum sem sóttu um fjölda eldissvæða fyrir laxeldi í sjókvíum. Auðlindin (íslenskir firðir) er verðmæti og til að hún gæti skapað fjárhagslegan ávinning þurfti að fá leyfi en mikil tregða var í leyfisveitingarkerfinu.  Til að liðka fyrir þurfti því að setja málið í ákveðinn farveg, útbúa leikreglur sem síðan var gengið með í gegnum stjórnsýsluna til að tryggja laxeldisfyrirtækjum í meirihlutaeigu erlendra aðila fjárhagslegan ávinning.  Ferlinu lauk síðan með því að íslenskir lífeyrissjóðir voru dregnir að borðinu.

Hægt að sækja pdf skjal af greininni HÉR

Fiskeldisfréttir fjalla um litlu laxastofnana

Til að hægt væri að úthluta nægilegum framleiðsluheimildum til laxeldisfyrirtækja í meirihlutaeigu erlendra aðila var litlu laxastofnunum fórnað. Það er með ólíkindum að svona vinnubrögð viðgangist á 21. öld hvorki íslenskri náttúru eða laxeldi í sjókvíum til hagsbóta þegar horft er til framtíðar.

Sækja Fiskeldisfréttir HÉR